Skinfaxi - 01.03.1936, Blaðsíða 58
58
SKINFAXI
J'orsteinn Mýrmann:
Kornrækt og heimilisiðnaður.
Nú viröist vera að færast nýtt líf í Ungmennafélög-
in, og að félagsskapurinn sé einráðinn í, að veita nýjum
lífrænum straumum inn til sín, þar sem samband Ung-
mennafélaganna byrjaði nú í sumar að mynda samband
xnilli allra hinna dreifðu félaga hér austanlands, og
leggja drög til, að ný mynduðust, með miklu víðtækara
slarfssviði en áður hefir þekkzt, undir yfirstjórn sam-
bandsins.
Að sameina þannig kraftana, og auka viðfangs-
efnin, samkvæmt þróun þjóðlífsins, er óefað heillaráð.
Eg vil nú bera fram fyrir Ungmennafélögin tvö þjóð-
þrifamál, sem hafa hrifið mig nú um tíma, og eg tel
að séu við þeirra hæfi, og að þau fengju þar miklu
áorkað, ef þar gætu orðið sameiginleg átök um, og
þau yrðu nú strax tekin á starfsskrá félaganna. Málin
eru: Kornrækt og heimilisiðnaður.
Kornræktiu á Sámsstöðum hefir nú sýnt og sannað,
að hægt er að rækta margar nauðsynlegar korntegund-
ir á landi hér. Þetta er svo þýðingarmikið mál fyrir
þjóðina, að beita verður öllum kröftum til að hrinda
því í fulla framkvæmd, og það má alls ekki úr hömlu
dragast, að þekkingu og þróun á þessu máli sé dreift
út á meðal þjóðarinnar.
Hugsum oss þann undra aðstöðumun fjárhagslega
og lífsskilyrðalega fyrir þessa þjóð, sem lifað hefir í
kornlausu landi á annað þúsund ár, ef hún gæti í lok
þessarar aldar — eða fyr — framleitt nóg korn handa
sér, í landinu sjálfu. Ungmennafélögin ættu hvert i
sinu umdæmi, að vekja áliuga á málinu og hvetja vel
hæfa og áhugasama félaga sína til náms í kornrækt á
Sámsstöðum, og útbreiddu þeir svo þekkingu sína,