Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.1936, Page 65

Skinfaxi - 01.03.1936, Page 65
SKINFAXl 65 huga barátta lieillar þjóðar fyrir einhverju málefni sameinar kraftana og samstillir hugina og myndar jarðveg fyrir ofurmennin. -— --------Það er oft um það rætt, að íslendingar kunni ekki að meta sjálfstæðið, frelsið, af þvi að þcir hafi öðlazt það án blóðfórna. En undarlegt má það heita, ef svo er, — eða er þjóðin svo gleymin á allar aðrar fórnir? Jón Sigurðsson fórnar allri æfi sinni fyrir þetta mál. Hann þiggur ekki vegtyllur né föst embætti, til þess að vera óháður í baráttunni. Er slíkt ekki jafngöfugt i minningum, eins og þótt hann liefði fórnað lífi sínu á altari herguðsins í þágu þjóðarinnar? Er ekki kominn tími til að meta meira mannkosti en mannvig? Er það ekki fiávislegt, að sakna blóðhefnda og blóðfórna? Það er gamalt orðtæki, er segir: „Ekki er minni vandi að gæta fengis fjár en afla þess.“ — Svo er og um frels- ið og sjálfstæðið. — Það er vissulega auðveldara að safna þjóð til baráttu í hrifningu liðandi stundar, en kenna heilli þjóð að gæta vel fenginna réttinda. Hlut- verlc minningardaga, eins og 1. desembers er fyrst og fremst þetta: að rifja upp minningar baráttunnar í því skyni, að athuga í ljósi þeirra hlutverk samtíðarinnar, að gæta þess vel, sem aflað var. — Þegar slíkt er rætt cr nauðsynlegt að gera sér það ljóst, hvað var beittasta vopnið í frelsisbaráttunni. Hvaða rök lágu til þess, að sigur fékkst í málinu. — Þetta er nauðsyn vegna þess, að vissulega eru það sömu rökin, sömu undirstöðurnar, er i framtíðinni standa undir sjálfstæði þjóðarinnar. — Það dylst engum, að jafnfámenn þjóð og íslendingar er eklci metin hátt, ef miðað er við mannfjölda. Árið 1918 var á öllu íslandi jafnmargt fólk og í einni útborg Kaupmannahafnar, Friðriksbergi. Ein gata í stórborg er fjölmennari en föðurland vort. Nokkurir auðmenn stórþjóðanna ráða, hver einstakur, yfir meiri auðæf- Um en öll þjóðareign Islendinga er metin til peninga. 5

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.