Skinfaxi - 01.03.1936, Síða 68
68
SKINFAXI
Daníel Ágústínusson:
Ungmennafélög og áfengl.
Um þessar mundir er 30 ára
afmæli ungmennafélaganna.
Það er eklci úr vegi, á slík-
um tímamótum, að taka til at-
hugunar ýms þau málefni, sem
i upphafi voru efst á baugi hjá
félögunum, og ræða nokkuð
gang þeirra og viðhorfið nú.
Það, sem eg ætla að taka, er
bindindismálið, sem telja má
eitt af þeim merkustu við-
íangsefnum, er félögin tóku
sér fyrir hendur.
Það var álit brautryðjendanna, að öll önnur mál
skyldu einmitt grundvallast á hindindismálinu. —
Og meðal annars, fyrir þá sök urðu U. M. F. svo holl-
ur og farsæll félagsskapur, með glæsilegri þátttöku
í flestum héruðum landsins. Það varð líka þeirra
hlutverk, að vera virkur þátttakandi í að skapa þá
stærstu bindindisöldu, sem risið hefir hér á landi.
Og einmitt vegna þessarar grundvallarskoðunar
sinnar gátu þau áorkað svo mörgu öðru til menn-
ingar og þjóðþrifa. Það kom þar greinilega í ljós,
eins og endranær, að bindindi skapar heilbrigðar
framfarir, sem alltaf hljóta að vera í andstöðu við
áfengisnautnina, sem aldrei orkar öðru en kyrrstöðu
og andlegri tortímingu. Þetta sáu forystumenn U. M.
F., til ómetanlegs gagns fyri þróun félagsskaparins og
þá æsku, sem naut hans í framtíðinni.
En með vaxandi veldi Bakkusar, nú á síðari ár-
Daníel Ágústínusson.