Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.1936, Page 69

Skinfaxi - 01.03.1936, Page 69
SKINFAXI 69 um, hafa U. M. F., illu heilli, látið allmikið undan síga, og hin upphaflegu sjónarmið þessara mála hafa fjarlægzt félagsskapinn meir en góðu hófi gegnir. Og það er ekki aðeins vegna þeirra lagabreytinga, sem orðið hafa, heldur og meðvitundar- og dómgreind- arleysis manna fyrir þvi böli og siðleysi, sem áfengið færir þjóðinni. Þar er stærsta meinsemdin fólgin. Og þegar æskan liefir tapað dómgreind sinni og trú á gott málefni, jafn herfilega og hún hefir nú gert,, þá er ekki mikils bata að vænta á meðan. Vaxandi áfengisneyzla einlcennir þann tíma, sem nú stendur yfir. Það er rökrétt afleiðing af þeim vanmætti, sem U. M. F. og öll æskan hefir sýnt í bindindismálun- um á siðustu árum. Og það er kaldhæðni örlaganna,. að þegar U. M. F. eru 30 ára, virðist áfengisnautnin vera almennari og á hærra stigi, heldur en hún hefir verið um tugi ára. Það er því ekki undarlegt, þótt margur U. M. F. spyrji hvað sé „orðið allt okkar starf“. Og um leið og það er vikurkennt, að þýðing U. M. F. i þessum málum hefir verið geysi mikil, verður því ekki neitað, að skipbrot þeirra í þessum efnum virðist, því miður, ætla að hafa mjög alvarlegar af- leiðingar fyrir starfsemina yfirleitt, enda sannast þar, að hömlulaus áfengisnautn er á engan hátt samrím- anleg þeirri margþættu menningarbaráttu, sem U. M. F. heyja; ekki aðeins vegna liins mikla hlutverks, að vera mótandi félagsskapur fyrir æskulýðinn, held- ur einnig sem íþrótta- og þjóðrækin menningarfélög. Enginn sá, sem vill stunda íþróttir, getur verið drykkjumaður, því að það tvennt eru andstæður. — Hið sanna takmarlc íþróttanna er að auka andlega og líkamlega lieilhrigði, — auka lífsþrekið. En áfeng- ið gerir aldrei annað en að ræna manninn fjöri og orku. Með meira íþróttastarfi og almennri likamsmennt geta U. M. F. unnið geysimikið á í þessum efnum,

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.