Skinfaxi - 01.03.1936, Síða 72
I
72
SKINFAXl
Veit eg, að nokkur hafa gert það með röggsemi,
en betur má, ef duga skal. Með harðfylgi og þraut-
seigju í þessum málum gætu U. M. F., í samstarfi við
skyld félög, hreinsað það óæri og þann svefndrunga,
sem almenningsálitið er haldið af. Og ef það fyndi
fyrir alvöru vængjatök æskunnar og einbeittan vilja,
þá sjáum við til, livort það rumskaði ekki. Eg er ekki
grunlaus um, nema að svo geti orðið.
Á síðustu árum hefir verið að vaxa sterk bind-
indisfylking í skólum landsins. Ekkert er eðlilegra
en að hinn menntaðasti hluti þjóðarinnar gerist hér
málsvari, þó að venjan hafi fram undir þetta verið
gagnstæð. Þess vegna eru djarfar vonir tengdar við
bindindisfélög skólanna, að þeim takist í gegnum
sína liðsmenn að skapa þá siðmenningu, sem íslend-
ingar geta verið stoltir af.
Samband bindindisfélaga í skólum er reiðubúið til
samstarfs við U. M. F. um þessi sameiginlegu á-
hugamál. Og það er mín heitasta ósk, að svo geti
orðið í framtíðinni. Verður vonandi tækifæri til að
ræða það samstarf nánar.
Það er alveg sama, hvort þetta málefni er rætt
lengur eða skemur; niðurstaðan verður alltaf sú, að
bindindi er nauðsynlegur þáttur í félagsstarfinu. Það
er allt, sem mælir með því, en ekkert á móti. Og
fyrst það var svo fyrir 30 árum, þá er það eigi sið-
ur nú.
Og þú æskumaður, sæmd og lieiður þjóðarinnar
hrópa til þin að taka með eldlegum áhuga þátt í
öllu því starfi, sem bæði beint og óbeint miðar að
þvi að útrýma áfengisnautninni. Mundu, að áfeng-
ið færir aldrei annað en böl, eymd og óhamingju.
Og að framtíðin er liin óskrifaða bók fyrir augliti
þínu. Athugaðu, hve áfengið hefir leikið fortíðina
grimmilega, hversu það hefir krafizt stórkostlegra
fórna og skapað mörgum dapurleg örlög.