Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.1936, Page 78

Skinfaxi - 01.03.1936, Page 78
78 SKINFAXI Þeir ýta úr vör árla morguns. Morgungolan andar ofaneftir dalnum, og himininn er heiður og blár. Ákjósanlegt veiðiveður í alla staði. Bara að fiskurinn vildi nú bita á önglana! Þá væri mikið fengið. Andvar- inn hnitar örlitla öldu á firðinum, en annars brotnar varla bára við fjörusteinana, svo að teljandi sé. Sjórinn er ládauður og þegjandi. — Nú eru þeir ekki lengur tveir, félagarnir. Þriðji maðurinn hefir bætzt í hópinn; hann Ólafur i Vik. Iieill sé honum! Hann ætlar að vera önnur liönd þeirra, sem litið kunna, og nú eru að kanna ókunna stigu. Þaðan geta þeir vænzt hjálpar og stuðn- ings. Veiðarfærin eru i bálnum. Og Ólafur tekur byssuna sína með sér. Það mun vera venja hans er hann fer á sjó. „Vissara að liafa hana með sér“, segir hann. „Skeð gæti, að við sæjum eitthvað kvikt“. — Nú setjast allir undir árar. Tveir setjast á aðra þótt- una og hafa sina árina hvor. Sá þriðji rær einn. Bátur- inn er léttur, og liann skríður hratt út fjörðinn. Og fyr en varir er hann kominn langt frá lendingunni. Hann er nær landinu veslanmegin fjarðarins, og fjallshlíðin er á liægri hönd. Reyndar er örstutt upp í fjörusteinana, og ofar dreifir féð sér um blómskrýddar brekkurnar og unir ágætlega hag sínum. Umhverfis er fjör, iðandi fjör og líf alstaðar. Hvalir vaða í sjónum, bæði stórir og smáir. Þeir eru nú i veiðihug, víst er um það. Þeir vaða í síldartorfunum og berast víða. En hvað það er gaman, að sjá þegar þeir koma upp! Þeir stinga fyrst hausnum upp úr sjónum, hægt og hægt. Síðar koma bægsli og bakuggi og siðast þegar hausinn er kominn i kaf, skýtur sporðinum upp sem snöggvast, en hann er borfinn fyr en varir. Hvalirnir hverfa og koma upp á víxl. Hvar skyldi þessi koma upp næst? Ef til vill ein- hversstaðar langt úli á firði. Ef til vill í fárra faðmafjar- lægð við bátinn. Mest ber á hnísunum. Þær eru svo margar. En þó

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.