Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.1936, Page 92

Skinfaxi - 01.03.1936, Page 92
92 SKINFAXI Tóbakið fer illa með hálsinn, lijartað, taugakerfið og sjónina. Neftóbaksnotkun er „smánarblettur á þjóð- inni“. Eg hefi aldrei vitað fræðimenn segja, að vindl- inganautn væri skárri. En doktornum kemur ekki ann- að til hugar en allur fjöldinn af hans ungu tilheyrend- um eigi fyrir sér að nota tóbak. Og hann vill ekki am- ast við því. Þetla skýtur skökku við. Það er ekkert sam- ræmi í því, sem maðurinn veit og því sem liann vill. Hann vill ekki amast við því, að bömin, sem hann tal- ar við, verði fyrir þeim óhollu áhrifum, sem hann var að lýsa og er sérfróður um. Okkur finnst það ef til vill hvorki gáfulegt né göfugmannlegt. En svo kemur skýringin. Hann hefir svo litla trú á að prédika mein- lætalíf fyrir ungu fólki. Hér er ekld um þann hetju- skap að ræða, að berjast tvísýnni baráttu við ofurefli, ef það gæti orðið einhverjum til liðs. Herra dr. Claessen gerir það ekki. , En hvað skal segja um þetta „meinlætalif“ ? Doktor- inn segir áður, að tóbakið hafi nokkra kosti. Annars myndi það ekki almennt notað. Eg skil nú ekki, að það sé skýlaus sönnun fyrir þvi, að eitthvað hafi kosti, að það sé almennt. Hvaða lcosti hafði galdrabrennu- ofstækið, sem var mjög almennt víða um lönd fyrir hálfri þriðju öld? En sleppum því og snúum að „mein- lætum“ bindindismanna. Það gelur vel verið að þeir, sem komnir eru í feit embætti, geti veitt sér allt gott, sem þeir girnast og fengið verður með fé, og eru þá þó nokkurar veilur í vilja þeirra. En við alþýðumenn verðum að neita okk- ur um svo margt, að við hugsum yfir hverjum pen- ingi um það, hvernig honum verði bezt varið. Þetta nær til okkar unglinganna, sem höfum þó dálítil aura- ráð okkur til gleðskapar. Hjá fullorðnu fólki gengur oft erfiðlega að veita sér brýnustu nauðsynjar, þó að sparnaðar sé gætt. Þeir, sem þekkja lífskjör alþýð- unnar, mættu því skilja, að hægt er að veita sér hollari.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.