Skinfaxi - 01.04.1944, Blaðsíða 5
SKINFAXI
5
n’.eð réttu verið kallaður fullveldisdagur okkar. Yið
liöfuin lært að meta frelsið, og er við fáum það í full-
um mæli, er áriðandi, að við förum sem bezt með liina
fögru gjöf þess.
Er íslenzk æska fær að draga íslenzka fánann að hún
á þessu vori i alfrjálsu landi, er nauðsynlegt, að hún
virði fyrir sér hina miklu hamingju, sem lienni fellur
1 skaut.
Mikils er um það vert, að vera frjáls undan Dönum,
sem við urðum 1. desember 1918 að mestu leyti, og nú
verður skrefið stigið að fullu. Þvi er ekki að leyna,
að ýmsum Dönum hefir verið það nokkur nautn að
láta vera i óvissu afstöðu Danmerkur og Islands, er
útlendar þjóðir liafa virt okkur fyrir sér úr fjarlægð-
inni. Hið bezla, sem Danir hafa og að bjóða eru íslenzk-
ir dýrgripir i söfnum þeirra.
En þetta skipir ekki mestu á þessum tímamótum. í
sjálfu sér er aðeins stighiunur, og hann ekki sérlega
stór, á 1. desember 1918 og 17. júní 1944, er á þessa
lvliðina eina er litið.
Sautjándi júní 1944 er dagur æskunnar, liins unga
íslands, framtíðarinnar. Þessi dagur bendir okkur á, til
hvers við verðum nú frjálsir, Islendingar. Engar yfir-
lýsingar líðandi stundar nægja. Það, sem framundan er,
gerir oklcur frjálsa eða ánauðuga.
Það var gott, að langflestir fulltrúar á síðasta sam-
bandsþingi U.M.F.l. vildu að 17. júní yrði þjóðhátiðar-
dagur olckar. Ungmennafélagar hafa alltaf haft mæt-
ur á þeim degi.
Ungmennafélögin hafa alllaf viljað vera menningar-
íelagsskapur, þjóðlegrar íslenzkrar menningar. Sú
stefna þeirra er sem samofin þeim vilja félaganna, að
ísland verði frjálst. Menning íslendinga í fornöld, af-
relc þeirra i löggjöf og bókmenntum, drengskapur
þeirra og manndómur varðveitti frelsið, var það. Ilrun
lVelsisins varð vcgna hnignunar manngildisins. Á margt