Skinfaxi - 01.04.1944, Blaðsíða 30
SKINFAXI
30
í þeirra þrengingum, sem nú eru, þótt vér drögum eitt
ár um sambandsslitin. Og það er ekki síður varfærni
gagnvart sjálfstæði voru að grípa tækifærið, þegar það
gefst, en bíða með það.
Innan skamms verður
þjóðin kvödd til atlcvæða-
greiðslu um þetta mál.
liver einstaklingur verð-
ur að gera sér það ljóst,
að liann hefir úrskurðar-
vald i þessu miáli með at-
kvæði sínu.
Þjóðin má ekki dotta
yfir þessum málum. jHún
verður að stíga sporið
hiklaust og vinna af al-
bug að stofnun fyrir-
myndar lýðveldis.
Gætum frelsis íslands
um alla framtíð.
Björn Guðmundsson Núpi,
formaður Ungmennasambands Yestfjarða.
Afangar.
Ungmennafélögin fylgdust af alvöru og áhuga með
stjórnarfars- og sjálfstæðisbaráttunni, sem olli djörf-
um átökum, svo sem kunnugt er, og dáðu Skúla Thor-
oddsen fyrir einurð lians og festu í miálafylgju okkar
gagnvart Dönum.
Árið 1908 var ég um tíma í Danmörku og kynntist
þá allvel skoðunum margra Dana á þessum málum.
Skólastjóri Jakob Appel sagði mér, að til mála hefði
Sigurður Greipsson.