Skinfaxi - 01.04.1944, Blaðsíða 20
20
SKINFAXI
þjóðinni eru kærir og hún virðir á margan tótt, og jiað
að makleikum, en hún harraar að þessir menn skuli
með afstöðu sinni til þessa máls kasta slíkri rírð á sín
góðu nöfn.
Svo að segja daglega flytur útvarpið og hlöðin oklcur
fréttir af frelsisbaráttu hinna undirolcuðu þjóða. Þær
fréttir skýra okkur frá verkum, sem undir venjulegum
kingumstæðum teldust til glæpa, og væru það vissulega.
Nazisli skotinn til hana á götu í Káupmannahöfn, storm-
sveitarmaður drepinn í Noregi, háttsettur þýzkur em-
bættismaður myrtur í Póllandi o. s. frv. Og tilræðis-
mennirnir ýmist sleppa eða eru liandteknir og teknir af
lífi, en í kring um nafn þeirra sveipast ljómi hetju-
skapar og fórnfýsi. Ég hefi engan mann fyrir hitt, sem
vogað hefir að taka sér orðið morðingi eða glæpamað-
ur í munn, þegar talið liefir horizt að þessum mönn-
um og verknaði þeirra, þeir liafa ekki einu sinni verið
sakaðir um ókurteisi í garð þeirra þjóða, sem kröfuna
gerði til frelsis þeirra.
Ungmeraiafélögin hafa æviníega tekið öflugan þátt í
sjálfstæðisbarátlunni, og ég veit, að þau munu reynast
þvi hlutverki sínu trú, þegar úrslitastundin nálgast.
Ung-mennafélagi! — iHvar sem þú ert, á landi eða
sjó, taktu virkan ])átt i sjálfstæðisbaráttunni, hvettu
samhorgara þína til þess að láta sig ekld vanta á lcjör-
slað, þegar til atkvæðagreiðslunnar kemur og lcrefjast
l'ulls sjálfstæðis þjóðar sinnar á þessu ári. íslenzka æska!
„óskanna perla þin glitrar i grænkandi skógum,'
gríptu hana fyrr en að sólin er gengin til viðar.'