Skinfaxi - 01.04.1944, Page 69
SKINFAXI
69
Umf. Mýrahrepps í Dýrafirði hélt íþróttanámskeið. Innan
félagsins starfar tóbaksbindindisflokkur og yngri deild.
Umf. Bifröst í Önundarfirði telur 39 félaga og eru 37 þeirra
í töbaksbindindisdeild félagsins.
Umf. Dalvíkur og Umf. Þorsteinn Svörfuður i Svarfaðardal
vinna ötullega aS íþróttamálefnum og hafa komiS sér upp
myndarlegum íþróttamannvirkjum. Innan félaganna starfa
barnadeildir. Þessi félög liafa um langan tíma veriS athafna-
mestu félögin viS EyjafjörS og oft unnið af miklum myndar-
skap.
Umf. Reynir á Arskógsströnd lagði kr. 5000.00 i skóla- og
samkomuhús i sveitinni og rak unglingaskóla.
Umf. Æskan á Svalbarðsströnd rak fjölþætta íþróttastarf-
semi. Vinnur að trjárækt og innan félagsins starfar sérstök
barnadeild. Tóbaksbindindi setur félagiS til 20 ára aldurs.
Umf. Glæðir og Umf. Bjarmi i Fnjóskadal gefa út hand-
skrifuð félagsblöS, allmörg á ári meS fjölbreyttu efni.
Umf. Einingin í Bárðardal vinnur aS skógrækt og hefir
tvær girðingar í umsjá sinni og skipuleggur þegnskyldu-
vinnu við skógræktina.
Umf. Leiknir á Búðum við Fáskrúðsfjörð hefir starfandi
unglingadeild og rekur fjölþætta íþróttastarfsemi undir for-
ustu formannsins, Gunnars Ólafssonar kennara.
Umf. Stöðfirðinga hefir fjöruga íþróttastarfsemi meS hönd-
um. Vinnur að íþróttavelli.
Umf. Þórsmörk í Fljótshlíð vinnur að íþróttavelli. Hélt
íþróttanámskeiS.
Umf. Dagsbrún í Austur-Landegjum hefir i undirbúningi
íþróttavöll og baðstað. Á marga efnilega iþróttamenn.
Umf. Hekla á Rangárvölhim hafði forustu um söngnám-
skeið í samráSi við söngmálastjóra þjóðkirkjunnar, er var
leiðbeinandi.
Umf. Baldur i Hraungerðishreppi hefir lokið við að sai'na
°g skrásetjá örnefni i hreppnum.
Umf. Skeiðamanna vann að trjárækt og endurbótum á
sundlaug félagsins. Starfar ötullcga aS iþróttamálum, sem
kunnugt er.
Umf. Gnúpverja sýndi sjónleikinn Skuggasvein og æfði
klandaðan kór.
Umf. Hrunamanna hefir meS höndum fjölþætta leikstarf-
semi og myndarlega trjárækt i hinum undurfagra samkomu-
stað á ÁlfaskeiSi. Þar hefir félagið gróðursett 7000 plöntur
siðustu 7 árin. Þá á félagið annan gróðurreit eldri.