Skinfaxi - 01.04.1944, Blaðsíða 37
SKINFAXI
37
liðnum öldum, en sú heimild er ónothæf, meðan ekki
eru til ýtarlegar örnefnaskrár úr öllum héruðum lands-
ins.
Margar erlendar þjóðir eru komnar mildu lengra á-
leiðis með örnefnaskráningu en við. Á það við um
frændþjóðir okkar á Norðurlöndum, sem allra þjóða
hezt liafa notað örnefnaauð sinn. Við erum hér eftir-
hátar þeirra. Þó er ekki svo að skilja, að ekkert liafi
verið aðliafzt. Fornleifafélagið hefur liaft nokkra ör-
nefnasöfnun með höndum, en það er fálækt félag og
hefur fáum mönnum fyrir sig að bregða. Og þó að þvi
hafi orðið dálílið ágengt, eru enn heilar sýslur, sem
engu hefur verið safnað í.
Nú er svo komið, að þetta mál fer ekki að þola neina
hið lengur. Jarðir leggjast í eyði, plógur og lierfi bylla
landinu og afmá ýmis sýnileg merki manna verka,
fjölskyldur flytja milli hæja og héraða. Allt stuðlar
þetta að því, að örnefni gleymist, ruglist og brjálist.
Það er mjög sennilegt, að töluverður fjöldi örnefna fari
i gröfina með hverjum gömlum manni, sem í valinn
hnigur. Það er því bersýnilegt, að hafa verður hraðann
á, ef bjarga á örnefnunum frá gleymsku.
En liver á að vinna þetta nauðsynjaverk? Eðilegt er,
að mönnum verði hugsað til ungmennafélaganna. Eng-
inn hefur önnur eins skilyrði til þess. Þar er öflugur
lelagskapur, sem telur sig vinna á þjóðlegum grund-
velli og á fulltrúa hvarvetna um land allt. Það er lilca
all-langt siðan á þelta var bent. Dr. Þorkell Jóhannes-
son, landsbókavörður, ritaði grein í Samvinnuna 1930
um rannsóknir í íslenzkri atvinnu- og menningarsögu.
Þessi ágæta grein var sérprenluð og send út um land
á vegum Sambands ungmennafélaga Islands. Leggur
Þorkell til í greininni, að ungmennafélögin beili sér
fyrir örnefnaskráningu, hvert í sínu liéraði, enda þarf
ekki að orðlengja, hve vel þau slanda að vigi, lil að
vinna þella verk, svo augljóst sem það er. Samt hefur