Skinfaxi - 01.04.1944, Blaðsíða 14
14
SKINFAXI
framfaratímabil sitt, jafnt í menningarmálum sem í
verklegum efnum, síðan við fengum fullveldisviður-
kenninguna 1918.
Hafi þetta árabil frá
1918 átt að skoðast sem
reynsluskeið, er erfilt að
neita því, að þjóðin liafi
staðizt prófið.
Og nú er dagur frelsis-
ms að renna upp.
Við vonum það og
treystum því, að 17. júní,
sem verið hefir okkur
kær minningar- og merk-
isdagur, verði á lcomandi
vori og í framtíðinni
sannur þjóðminningar-
dagur.
Ungmennafélagar!
Það er engin tilviljun,
að í hinu ágæta lcvæði,
sem ungmennafélögunum er tileinkað, stendur „ísland
frjálst, og það sem fyrst.“
Það er og liefir verið Jiöfuðmál ungmennafélaganna.
Það er ekkert hégómamál, sem hægt er að láta sér
standa á sama um, hvort þjóð er sjálfstæð eða ekki.
Samþykktir tveggja síðustu þinga U.M.F.Í. sýna m. a.
að Umf. er það vel ljóst.
Það hafa lieyrzt raddir meðal landsmanna um að
Dönum sé móðgun sýnd með því, að ráðfæra sig ekki
við þá um síðasta áfangann í sjálfstæðismálinu. Mér
er, og ég býst við, að svo sé um marga, það óskiljanlegt,
að Danir, sem nú fá svo liarðlega að kenna á ófrelsi og
yfirgangi erlendrar þjóðar, skilji eldci til hlitar, að hver
þjóð noli Iivert tækifæri, sem gefst til að tryggja frelsi
sitt og sjálfstæði sem bezt, — og sem fyrst.
JJaildór Sitíurðsson.