Skinfaxi - 01.04.1944, Blaðsíða 54
54
SKINFAXI
iöum fræðigreinum án nokkurrar leiðbeiningar eða
livatningar.
Það er langt siðan menningarfrömuðir í ýmsum lönd-
um gerðu sér ljóst, live aðstaða allrar alþýðu manna
var örðug í þessum málum. Reyndar var aðgangur að
menntastofnunum um langt slceið talinn sérréttindi
æðri stéttanna, en sú skoðun breyttist með frjálsara
stjórnarfyrirkomulagi og auknu lýðræði i ýmsum lönd-
um Evrópu. Alþýðufræðslan var stórum aukin og bætt,
en þrátt fyrir fjölgun skólanna og greiðari aðgang að
])eim, var þó enn sem fyrr fjarri því, að allir gætu sótt
þá. Til þess að bæta úr þessu varð að reyna nýjar að-
ferðir. (Úr því að fólkið gat ekki sótt skólana, urðu skól-
arnir að koma til fólksins. En þetta gat ekki orðið fyrr
en samgöngur voru orðnar sæmilega góðar og góð
skipun komin á um póstmál. Þetta varð i flestum lönd-
um Evrópu og i Norður-Ameríku á 19. öldinni, og þá
voru fyrstu bréfaskólarnir stofnaðir. Þegar póstgöng-
ur voru komnar í viðundandi horf, var hægt að ná til
allra þeirra, sem sjálfsnám vildu stunda, hversu langt
sem þeir voru frá menningarmiðstöðvum landanna.
Rréfaskólar voru stofnaðir nálega samtímis í ýmsum
löndum, og vafi er á, hvert fyrst hefur orðið lil þess,
þótt Bandarikin eigni sér heiðurinn af því.
Bréfaskólar starfa með þeim hætti, að þeir taka að
sér að veita hverjum, sem þess óskar, bréflega fræðslu
um eitt eða fleiri tiltekin efni, gegn ákveðnu ^jaldi.
Skólinn sendir nemandanum bréf með fræðslu um
þetta efni og vísar honum á bækur, sem nauðsynlegt er
að lesa. Þegar nemandinn hefur lesið bréfið og kynnt
sér efni þess rækilega gengur hann frá úrlausnum sín-
um á þeim viðfangsefnum, sem honum eru sett í bréf-
inu, og sendir þær bréfaskólanum, ásamt fyrirspurn
um það, sem honum kann að hafa veilzt örðugt að
skilja eða Iiann æskir frekari upplýsinga um. Bréfa-
skólinn fær bréfið þeim kennara sínum, er þessa náms-