Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1944, Síða 67

Skinfaxi - 01.04.1944, Síða 67
SKI11FAXI 67 sett i staðinn og innbyrðis fjarlægð þeirra: 7V> : 514 : 7%. Sama æfing og áður. 10 umferðir. Merkin skýrð upp og nú í þriðju æfingunni á iðkandinn að' reyna „þrístökk“ án atrennu. Stekkur á fyrsta strikið á.vinstra fót, af honum á næsta strik á hægra fót og af honum á fjar- lægasta strikið á báða. 10 umferðir. Mörgum iðkanda verð- ur það á, að fara undir eins hæði í jafnfætis-þrístökkinu og þríslökkinu án atrennu, að fara að keppast við sjálfan sig eða félaga sína, en slíka heimsku skal varast. Kep])nisþrána skal varast. Halda henni í skefjum og veita henni ekki útrás fyrr en íþróttin er orðin töm og ])á samt halda í við Iiana. Óðagot i það að mæla og keppa skapar fljótlega kyrrstöðu og þreytu og að lokum leiða á íþróttinni. Þjálfaðu likama þinn og sál, til þess að skynja íþróttina, þá verður hún þér til ánægju. I áframhaldi af hinum þremur hyrjunaræfingum kemur æfing, sem má segja, að sé æfing, sem oftast er gripið til, bæði til þess að viðhalda þjálfun og koma sér í þjálfun. Fjög- ur strik mörkuð í völlinn, sem fyrr með innhirðis fjarlægð- unum: 10:7:10. Fyrst er atrennan nokkur gönguskref. Því næst 3—5 hlaupa- skref. (Alltaf byrjað að stíga stökkfætinum fram). Þá hlaupið að úr 7—9 skrefa fjarlægð i rólegum hlaupaskrefum. Þegar að atrennan er komin í reiprennandi samhengi við uppstökkið og iðkandinn er búinn að ná jafnt vaxandi hraða í atrennuna, er fjarlægðin milli strikana aukin i lilutfallinu: 10:7:10 eða annað stökkið % af því fyrsta og liið siðasta jafnt hinu fyrsta eða lengra. Þegar að heildarlengdin er orðin það mikil að iðkandinn á erfilt með að hitta strikin eða að ná hinni tilætluðu stökk- lengd, þá er rétt að reyna, hversu honum fellur að millibil strikanna séu í hlutfallinu: 19:14:21. — T. d.: 1) 12.50 m. þrístökk. Milli strikana eftir hlutfallinu: 10:7:10, 1514:10y2:15% fet eða 4.63:3.24:4.03, en eftir hinu: 4.40:3.24:4.86, 2) isl. met 14.00 m. Eftir fyrra hlutfallinu 5.20:3.60:5.20 og hinu síðara: 4.93:3.60:5.47: Með ])ví að breyta hlutföll- unum ætti iðkandinn eða þjálfari hans að uppgötva, hvaða stökkhlutfall hæfir honum bezt. Fvrir utan uppbyggingu einstakra atriða i iþróltinni, þá •skal ávallt vera lögð aðaláherzlan á að iðkandinn bæði á æfingu og í keppni fvlgi nákvæmlega hlutföllum þeim í stökkum, sem honum hefur fallið bezt. 5‘

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.