Skinfaxi - 01.04.1945, Blaðsíða 4
4
SKINFAXI
Þörf er á leiklistarráðunaut.
Viðtal við Harald Björnsson, leikara.
Haraldur Björnsson
er svo vel kunnur öll-
um landsmönnum, a<5
hann þarf ekki sér-
stakrar kynningar við.
Um 25 ára skeið liefur
hann verið einn af
fremstu og áhugasöm-
ustu leiklistarmönn-
um landsins. Hann er
fyrsti lærði íslenzki
leikarinn, og stundaði
hann nám við Konung-
lega leikhúsið i Kaup-
mannaliöfn í fjögur ár
(1925—29). Áður starf-
aði hann mjög mikið
í leiklistarlífinu á Ak-
ureyri. Haraldur hef-
ur farið tíu leikferðir
út um land, síðan hann settist að i Reykjavik (1929),
verið leikstjóri við fjölda leiksýninga, nú síðast við
jólaleikrit Leikfélags Reykjavíkur, Álfhól, og farið
með margs konar hlntverk, bæði á leiksviði og í út-
varp. Um skeið hefur Haraldur einnig gefið út tíma-
ritið Leikhúsmál.
Ég hringdi til Haralds Björnssonar einn daginn og
spurði hann, hvort ég mætti ekki heimsækja hann og
leggja fyrir Iiann nokkrar spurningar varðandi leik-
starfsemi viðvaninga og ýmissa félaga úti um landið.
Gæti það orðið félögunum og ýmsum leikhópum nokk-
ur styrkur i starfi jæirra.