Skinfaxi - 01.04.1945, Síða 7
SKINFAXI
7
ekki að fæla neinn frá því að reyna. Æfingin er
hvort sem er fyrir öllu í þessum efnum sem öðrum.
Ekki má heldur skilja orð min svo, að gleðileikir
eigí ekki fullkominn rétt á sér. Auðvitað á gleðin
heima á leiksviðinu engu síður en alvaran. En það
eru líka til góðir gleðileikir, og því þarf ekki að fást
við það, sem lélegt er. Þessu hættir fólki allt of ofl
við að gleyma, þegar það fer af stað með leikrit, og
árangurinn verður þá eftir því.
— Hvað teljið þér svo mest um vert, ])egar leik-
ritið liefir verið valið, og undirhúningur er haf-
inn?
— Það er um að gera að undirbúa alll sem hezt.
Fólk flaskar ofl á því, og þá auðvitað sérstaklega
viðvaningar, að leggja ekki nóga rækt við undir-
búninginn, þegar byrjað er á leikstarfsemi. Það er
mikið atriði, að leiktextinn sé góð islenzka — gott
mál, — og hlutverkin rétt og vel skrifuð, svo að hver
og einn sé viss í því, sem hann á að flytja og túlka
á leiksviðinu. Bezt er. að viðvaningar læri sem mest
i lilutverkinu, áður en farið er að æfa á leiksviðinu,
því að það eru oft mildar tafir að því, þegar ekki
er kunnað, og auk þess veldur það leiðindum fyrir
þá, sem áhugasamari eru. Sérstaklega ætti þetta að
vera mikið atriði úti um sveitirnar, þar sem langt
er til æfingastaðarins fyrir suma, og því um að gera
að nota allan tímann til þess, sem að mestu haldi
kemur fyrir heildarmeðferð leiksins. — Annars er
það mikils um vert við undirbúninginn, að hópur-
inn, sem ætlar sér að leika. velji einn lil þess að
hafa á hendi stjórnina við æfingar og allt, sem lýl-
ur að leiksýningunni. Þessi maður verður vitanlega
að vera vel valinn, og Iionum verða leikendur að
hlýða og treysta og haga sér eftir því, sem hann telur
bezt og réttast. Góð stjórn er vitanlega geysimikið
atriði.