Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1945, Side 14

Skinfaxi - 01.04.1945, Side 14
14 SKINFAXI Ást greri á grænni heiði, og gullnir morgnar skinu, — ást dýrri hverjum demant, sem döggin tær við svörð, — ást hvít sem heiðasvanur á heiðríkjunnar sævi, svo hvít sem draumur drottins um dýrð og frið á jörð. Og hús mitt upp á heiði var heimur okkar beggja, og enginn heimur annar var oktcur kunnur nú, eitt hús og heiðin græna og himinninn og sólin, tvær sálir, hús og heiðin, — tvö hjörtu, — ég og þú. Brá sumri á hárri heiði varð haust, og snjór á fjöllum, sló fölskva á okkar elda, bar allt um dauðann vott. Og kaldir urðu kossar, gein kólgubakki í norðri, hin gullna sól var sigin, — mín sól, — og þú á brott. Á brott. Vor söngur sunginn, vort sumar uppi á heiði, ég sá það hníga og hverfa, það hneig, — og var á brott.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.