Skinfaxi - 01.04.1945, Blaðsíða 16
16
SKINFAXI
starfsgreinar félagsskaparins, eins og kunnugt er.
Einkum liáíSi ónógur liúsakostur oft starfinu.
Var þaft því eitt hið fyrsla verk margra ungmenna-
félaga að koma sér upp húsi fyrir starfsemi sína,
eignast þak yfir höfuðið. Oft var ráðizt í þessar fram-
kvæmdir við lítil efni, og mun oft hafa ráðið meira
áræði einstaklinganna en eignir félaganna.
Á síðustu árum fyrir yfirstandandi styrjöld urðu
eins konar þáttaskipti í þessu efni hjá mörgum ung-
mennafélögum. Með J)yggingu liinna nýju heimavist-
arskóla í sveitum, var sem nýr heimur opnaðist hjá
félögunum með starfsemi sína. Og um leið leystist sú
þraut að nokkru, sem þau liafa þurft að glima við i
liúsnæðismálum sinum, og oft með litlum árangri.
Því þó að mörgum þeirra liafi tekizt að koma sér upp
Jiúsi, gerðu þau liús sjaldnast að fylla upp þær kröf-
ur, sem nútíminn gerir til slílcra húsa, einkum eflir
að fimleikakennsla fór að ryðja sér til rúms úli um
sveitirnar.
Eins og alkunnugt er, liófst viða liið ákjósanlegasta
samstarf, þar sem heimavistarskólar voru reistir,
miíli ungmennafélaga annars vegar en hreppsfélaga
og annarra aðila hins vegar. Enda höfðu ungmennafé-
lögin afnot af l’imleikasal skólans fyrir slarfsemi sína.
Sýndi Jiið opinhera Iiinn J>ezta skilning á þessu
nauðsynjamáli sveitaæsluinnar, og styrlíli þessar Jiygg-
ingar allriflega.
Standa slíkar skólabyggingar nú allvíða úti um
sveitir landsins og hera vitni um þann kynngikraft
samtakanna, þegar margar hendur sameinast um að
ná einu og sama marki.
Þannig er um Flúðir í Hrunamannahreppi, Brautar-
holt á Skeiðum og Þingborg í Hraungerðishreppi, svo
nokluir dæmi séu nefnd. En viða um land var undir-
húningur Iiafinn að heimavistarskólabyggingum og
húið sem bezt í haginn fyrir framtíðina.