Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1945, Page 23

Skinfaxi - 01.04.1945, Page 23
SKINFAXl 23 gildi æskunnar. og skapa lienni möguleika til auk- ins þroska. Ungmennafélögin fá hér stórt og vandasamt lilut- verk að vinna. Ef til vill hefur þörfin aldrei verið meiri lijá ungmennfélögunum á að vinna af alúð og festu að aukinni ræktun lands og lýðs og einmitt nú, þegar líður að því, að farið verði að hyggja upp á hinum andlegu rústum liins mikla liildarleiks, en ástands- og gullleitartímar styrjaldarinnar eru hjá liðnir og raunverulegur hversdagsleikinn tekinn við. En það skilar skannnt að segja, að það þurfi að stöðva æskuna i sveitinni. Það þarf líka, og einmitt fyrst og fremst, að skapa henni þar framtíðarmögu- leika til sæmilegra lífskjara, og jafnframt draga sem mest úr allri einangrnn, sem mörgum er nú þyrnir i augum í strjálbýlinu. Það er þetta, sem fyrst og fremst ber að keppa að. Hér munu heimavistarskólar sveitanna koma í góð- ar þarfir. Svo fremi, að þeir séu ekki byggðir upp af þröngsýnum og værukærum mönnum, sem líta á hana og unglingafræðslu sem eins konar klausturlíf, er njóti sín hezt í kyrrþei, fjarri öllu félagsstarfi. Heimavistarskólinn á ekki að vera klaustur sveit- arinnar, afskekktur og einangraður frá lífi og starfi liinna eldri, heldur á hann að vera liinn lífræni tengi- liður í athöfnum fólksins. Hann á að vera menningar- miðstöð í miðju dreifbýlinu. Menningarmiðstöð, sem allir í sveitinni vilja hlúa að og fegra, eflir því sem föng eru á. Þá mun þess ekki langt að hiða, að í ná- grenni skólans komi sundlaug sveitarinnar, íþrótta- völlur, gróðrarstöð og fleira, er fegrar og prýðir og til nytsemdar má verða. Þegar barnafræðslunni lýkur og börnin komast yfir ferminguna, á ungmennafélagið að taka við þeim, sem nokkurskonar unglingaskóli, með áframhaldandi þjálfun huga og lianda. Þannig sameinast æskan í

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.