Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1945, Síða 33

Skinfaxi - 01.04.1945, Síða 33
SKINFAXI 33 Sólguðinn heilsar og frelsandi fer, fögnuður ríkir í dölunum smáu. llman frá moldinni blærinn oss ber, birtir um strendur og tindana liáu. Vorið er komið með uængjanna þyt, varma í spori og ylinn að hjarta, trúna, sem blessar öll störf vor og strit, streymandi gleði og nóttina bjarta. Fuglarnir syngja hið fegursta lag, fannirnar hverfa úr gili og tanga. Gatan, sem fennti, er fundin í dag, flugurnar suðandi á blómkrónum ganga. Nú verður töfrandi rósin svo rauð. -— Roðnaði æskan um hvarma og vanga, er hlíðin í fjallinu brosandi bauð blómskrýddan faðm eftir véturinn langa. 3

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.