Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1945, Page 34

Skinfaxi - 01.04.1945, Page 34
34 SKINFAXI Ölclurnar hjala við sólheitan sand, syngur í fossanna meitluðu borgum. Hafskipin ferðbúin liggja við land, leiftrar í auga í sveit og á torgum. Börnin sér leilca við lömbin á hól, lokkarnir hrynja um vangann og brána. Hve nú er indælt í síðdegis sól að syngja um vorið og fegurstu þrána. Landið er fagurt með brosandi brár, bjarmar sér leika á fjarðanna gárum. — tímarnir líða og áir eftir ár öldur sem hníga — í gleði og tárum. Þegar að haustar og komið er Icveld, kulið um ferðlúinn barminn þinn strýkur, geymdu þái vorið og æskunnar eld, — aldrei í tryggðum hið helgasta svíkur. Sólarmagn. Elzta ungmennafélagið í Færeyjum, Sólarmagn, átti 50 ára afmæli i marzmánuði síðastl. í því tilefni skiptust U.M.F.Í. og Sólarmagn á skeytum. Iþróttalögin 5 ára. Þann 12. febrúar síðasll. voru 5 ár liðin frá setningu íþrótta- laganna. Kemur æ betur í Ijós, hversu mikilvæg þau eru fyr- ir íþrótta- og félagslíf þjóðarinnar. Þessi 5 ár hefir iþrótta- sjóður veitt kr. 1558100,00 til íþróttamannvirkja og iþrótta- kennslu. Frá Umf. Samhygð í Gaulverjabæjarhreppi. Félagið átti 30 ára leikstarfsafmæli 18. febr. síðastl. Minnt- is! það ])ess með fjölmennri samkomu. Var þar m. a. lesin leiksaga félagsins. Fyrsta leikrit þess var „Prestslcosningin“. I vetur hefur félagið sýnt „Sáklausa svallarann“ 5 sinnum og „revýu“ 2 sinnum, cr félagar sömdu. Kór hefur starfað í vetur og skemmt á samkomum félagsins.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.