Skinfaxi - 01.04.1945, Blaðsíða 42
42
SKINFAXI
Frh. frá bls. 39.
safnsins, ef ske kynni, að hún hefði farið fram hjá
þeim.
— Eru eyðublöð þessi margbrotin, svo að vandi sé
að fylla þau úl?
— Þau bafa verið gerð eins einföld og kostur er.
En vitaskuld verður skýrslan að gefa sem gleggsta hug-
mynd um starf safnsins, sérstakléga þá þætli þess,
sem styrkurinn er miðaður við. En annars geturðu
litið hér á sjálf eyðublöðin.
— Nei, það sýnist ekki mikill vandi að fvlla þau
út, og liér.sé ég, að leiðbeiningar eru prentaðar á eyðu-
blöðin.
— Já, en auk þess eru bverju safni sendar nákvæm-
ari leiðbeiningar. Finnst mörgum það að vísu óþarfi.
En þess ber að gæta, að skýrslur bókasafnanna eru
einatt færðar af unglingum, sem eru algjörlega byrj-
endur í skýrslugerð og geta ]iví flaskað á einföldustu
atriðum.
— Eru mikil brögð að þvi?
— Allt of mikil. En það er eins um skýrslugerðina
og skýrsluskilin, að sum söfn senda alltaf réttar skýrsl-
ur, en rangar skýrslur vilja lengi loða við önnur. Þó
er þetta allt í framför og langbezt siðastliðið sumar.
— I bverju liggja villurnar lielzt?
— Þær liggja helzl í þvi, að skýrslunum ber ekki
saman við sjálfar sig. Aðalstyrkur er, eins og ég sagði
áðan, miðaður við tölu skuldlausra einstaklinga og
beimila, sem nota safnið. Á yfirlitsskýrsluna á að
færa tölu heimila og notenda. En auk þess eru nöfn
og heimilisföng færð á sérstaka skrá, og þar getið
hvað mikið einstaklingarnir bafa greitt til safnsins.
Þessi skrá verður vitanlega að vera samkvæm yfirlits-
skýrslunni og viðkomandi lið reikningsins. Auka-
styrkur er miðaður við verð keyptra bóka. Það er fært
í sérstakan lið á reikningi yfirlitsskýrslunnar og einn-