Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1945, Side 43

Skinfaxi - 01.04.1945, Side 43
SKINFAXI 43 ig á sérskrá sem breytingar á bókaeign safnsins. Verða þessir liðir vitanlega að vera samkvæmir hvor öðrum. Þar að auki verða skýrslurnar að vera samkvæmar skýrslum fyrra árs. — Já, það liggur í augum uppi, og er furðulegt, að nokkur sendi frá sér skýrslur, án þess að gæta þess, að þær séu sjálfum sér samkvæmar. En hvernig er það, er félögum gefinn kostur á að leiðrétta skýrslur sínar? Það gæti verið unglingum góður skóli. — Ojá, það hefur verið gert. Og i þessum bindum eru bréf um leiðréttingar á skýrslum. (Bjarni bendir á furðu mikið safn). Hefur það, eins og ég sagði áðan, borið talsverðan árangur, að því leyli, að skýrslu- gerðin liefur batnað stórum. Og j)að væri í raun og veru þörf á góðurn skóla í skýrslugerð almennt, eða breyttum liugsunarhætti í þeim efnum. Virðist mér sem sumir liti með fyrirlitningu á skýrslugerð og telji sig of andríka til þess að fást við slika hluti. Og satt er það, að skýrslurnar eru ekki skáldskapur, heldur ákveðinn frásagnarháttur staðreynda. Eftir þvi sem ríkið hefur meiri afskipli af málum einstaklinga og félaga, og eftir því sem samstarf einstaklinga og félaga eykst, því meiri þörf er á nákvæmum skýrslum. Ein- liver hefur líkt skýrslum i félagsmálum við taugaboð líkamans, bæði færi fregnir um ákveðna liluti, og ski]ili þá miklu máli, að þær séu sem sannastar. Það er og stundum erfitt að svara erlendum fyrirspurn- um eða óskum um heildarskýrslur um Jiessi eða önn- ur mál, vegna þess hvað erfiðlega gengur að fá hér réttar skýrslur. En heildarskýrslur byggjast vitan- lega á skýrslum einstaklinga og félaga. Væri það einkar vel farið, að ungmennafélögin beittu sér fyrir meiri og almennari þroska á þessu sviði félagsmála, skýrslugerð og skýrsluskilum. Það væri þarft verk og nauðsyn fyrir yngri kynslóðina, því að allt bendir til að samvinna og ríkisíhlutun aukist í framtiðinni,

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.