Skinfaxi - 01.04.1945, Qupperneq 45
SKINFAXI
45
Kristján Eldjárn, magister:
Nokkrar leiðbeiningar
um örnefnasöfnun.
HVAÐ ER ÖRNEFNI? TIL HVERS ER ÖRNEFNUM
SAFNAÐ? — Alls staðar þar, sem menn hafa byggðir fest,
hafa þeir gefið nöfn bólstöðum sínum og kennileitum ýms-
um, hver þjóð af sinni tungu. Nöfn þessi verða til smám
saman, eftir þörfum hins daglega lífs. Við köllum þau ör-
nefni og notum það orð jöfnum höndum um heiti manna-
bústaða allra og mannvirkja, hverrar tegundar sem eru, og
nöfn á kennileitum landslagsins, fjöllum, dölum, ám, vötn-
um, hólum, hörðum, steinum o. s. frv. Örnefni ganga í arf
frá kynslóð til kynslóðar og jafnvel þjóð til þjóðar, ef þjóða-
skipti verða í löndunum. Þegar fram líða stundir, verða þau
merkilegar heimildir um líf og starf löngu liðinna manna
og þjóða. Þelta var mönnum 1 jóst þegar á dögum Snorra
Sturlusonar, og þetta vita og skilja fræðimenn allra menn-
ingarþjóða nútímans. Vér íslendingar þurfum að eignast full-
komnar örnefnaskrár af öllu landinu, vegna þess að örnefnin
eru nauðsynleg hjálpargrein allra þjóðlegra, íslenzkra fræða.
Nægir liér að taka þetta cilt fram og vísa að öðru leyti 'til
greina um tilgang örnefnaskráningar, sem auðvelt er að ná
i (Þorkell Jóhannesson: Um rannsóknir í íslenzkri atvinnu-
og menningarsögu, Samvinnan 1930, Magnús Finnbogason:
Um örnefnarannsóknir, Skírnir 1937, Kristján Eldjárn: Ör-
nefnaskráning ungmennafélaga, Skinfaxi 1944). Hér skal að-
eins vakin athygli á, hve rík heimild örnefnin hljótla að verða
þegar skrifuð verður saga einstakra byggða og héraða, sem
nú er í undirbúningi víða ' um land. Ritaðar heimildir um
sögu einstakra héraða eru oft mjög gloppóttar, og veitir ekki
af, að öllu sé til skila haldið, sem úr því má bæta. Og sú
hefur orðið raunin á í löndum, sem fullkomiiar örnefna-
skrár eiga, að þær eru hvað mest notaðar af byggðasagn-
fræðingum.
ÖRNEFNASÖFNUN ERLENDIS OG HÉRLENDIS. í mörg-
um löndum er örnefnasöfnun komin á mjög góðan rekspöl,
og til eru þjóðir, sem þegar hafa skráð örnefni sín lands-
hornanna milli. Fáir eða engir standa Norðurlandaþjóðun-
um framar að þessu lcyti. Norðmenn riðu á vaðið og settu
á laggirnar örnefnanefnd (Stednavneudvalg) 1878, Svíar fóru