Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1945, Side 46

Skinfaxi - 01.04.1945, Side 46
46 SKINFAXI aS dæmi þeirra 1904 og loks Danir 1910. Nefndir þessar veita forstöðu örnefnastofnunum, sem vinna að örnefnarannsókn- um og eru styrktar af opinberu fé. En mest allli. undirbún- ingsstarfið, söfnunin sjálf, hefur verið unnið af fjölda sjálf- Ijoðaliða, kennurum og æskulýðsfélögum. Árangurinn af störf- um þessara stofnana er Jjegar orðinn geysimikill, og J)að eru ekki aðeins grúskarar, sem njóta góðs af því. Starfsmenn stofnananna hafa einnig samræmt rithátt og lagfærl bjag- aðar myndir sltaðaheita, og var það hið mesta nauðsynjaverk, ekki sízt vegna landmælingamanna og kortgerðarmanna, enda eiga laeir sæti í örnefnanefndunum. Á íslandi er að vísu til örnefnanefnd, sem aðstoðar við ör- nefnasetningu íslandskorta og fjallar um ný bæjarnöfn og bæjarnafnabreytingar, en hlutverk hennar er annað og ]>rengra en nefndanna á Norðurlöndum, og skipulögð örnefnaskrán- ing hefur aldrei farið i'ram á landi hér. Hið íslenzka forn- leifafélag hefur þó haft örnefnaskráningu með höndum, og á læss vegum hafa nokkrir áhugasamir menn skrásett ör- nefni í æði mörgum héruðum. Eitthvað kunna menn einnig að hafa skráð af eigin hvötum, og er rétt að safnari, sem skrá vill örnefni jarðar, gangi úr skugga um, að ekki sé til að- gengileg örnefnaskrá af jörðinni, áður en hann tekur til starfs. Reyndar mun ])að svo, að það sé mörgum sinnum meira, sem ósafnað er, heldur en liitt, sem þegar hefur ve.rið skráð. Örnefnaskrár þær, sem til eru, eru mjög misjafnar að frá- gangi, sumar prýðilegar, aðrar lakari, eins og gengur. Sumir safnarar hafa bersýnilega ekki sett sér nógu slcýrar og ýtar- legar starfsreglur. Nú er það bezt og þægilegast fyrir þá, sem örnefnaskrárnar eiga að nota, að þær séu sem flestar samdar eftir sama kerfi, og vitanlega eru, þær því meira virði, því fyllri og greinargleggri sem þær eru. Þessum leiðarvísi er ætlað að stuðla að þessu og vera nokkur leiðbeining þeim, sem ætla að safna. Hér eru ungmennafélagar hafðir sér- staldega i huga, þvi að Samband U.M.F.Í. hefur ákveðið að láta örnefnasöfnun til sin laka, eins og í-itað hefur verið um annars staðar, en þó ætti leiðarvisirinn að geta komið að gagni hverjum öðrum, sem örnefnum vildi safna. Örnefna- söfnun er að vísu ekki mjög mikið vandaverk, en hún krefst nákvæmni og samvizkusemi. Dálitil smámunas'emi sakar ekk- ert og er jafnvel fremur kostur* en löslur í fari örnefnasafn- ara, en hroðvirkur má hann um fram allt ekki vera. SÖFNUNARTÍMI. Það er bezt að safna önefnum að sumri til. Þá er veður hagstæðast og sér bezt til kennileita. En

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.