Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1945, Side 47

Skinfaxi - 01.04.1945, Side 47
SKINFAXI 47 fleira verður að athuga. Á sumrin eru arinirnar mestar í sveit og við sjó, en enginn safnar örnefnum án aðstoðar kunnugra manna á hverjum stað. Um hábjargræðistímann gelur reynzt örðugt að fá aðstoð þessara manna, enda óvin- sælt hjá mörgum, að verið sé að kvabba á mönnum fyrir jafn fánýtt dútl og örnefnaskráning kann að virðast þeim, sem ber hitann og þungann af önn hversdagsins. Óþarft ætti að vera, að brýna fyrir söfnurum að fara hógværlega og frekjulaust að mönnum. Það er ekki annað en sjálfsögð kurt- eisi, en tryggir einnig heztan árangur, því að ekki eru allir þannig skapi farnir, að þeir gangi með glöðu geði frá vinnu sinni til að leysa úr spurningum ókunnugs safnara, og þess er heldur ekki að vænta. Vegna annrikis sumartímans má telja öllu vænlegra til árangurs að safna örnefnunum að vetrinum. Þá er alls staðar minna um að vera, og hæði safn- arar og heimildarmenn mundu gefa sér betra tóm til verks- ins. Á því er aðeins sá galli, að miklir snjóar geta torveld- að staðsetningu örnefnanna, en fátíð munu vera þau snjóa- lög, að ekki sjái til kennileita að mestu. FINNIÐ RÉTTA FÓLKIÐ. Það liggur í augum uppi, að gildi örnefnaskrár fer mikið eftir heimildum safnarans, hvort honum hefur tekizt að hafa uppi á þeim manni eða því fólki, sem sannfróðast er um örnefni söfnunarsvæðisins. Þetta get- ur verið allmiklum vandkvæðum bundið. Flutningar milli hæja og héraða eru og hafa jafnan verið mjög tíðir á íslandi. Það er því alls ekki víst, að sá, sem hezt er að sér um ör- nefni tiltekinnar jarðar, eigi heima á bænum eða jafnvel í sveitinni. Meðan fært var frá, notuðu smalar aragrúa af örnefnum á hjásetustöðvunum. Yfir þessum örnefnum vofir alger glöSun, siðan fráfærur tókust af. En þó geta eldri menn, sem verið hafa smalar í æsku, enn veitt um þau mikla vit- neskju. Til þeirra þurfa safnararnir að ná, þó að það kosti þá langa króka. Yfirleitt verður það aldrei of vel brýnt fyrir örnefnasöfnurum, að þeir mega ekkert til spara að spyrja uppi þá, sem fróðastir eru um örnefni hvers staðar, og leggja stund á að fá heimildir sínar frá þeim. En ef ekki næst til hins bezta, þá er að taka það næstbezta. Sjálfsagt er, að safnari taki fram í skrá sinni, hver eða liverjir séu heimildarmenn hans. SKRÁNING ÖRNEFNA OG STAÐSETNING. Þegar örnefna- safnari hefur tryggt sé,r leiðsögumánn um söfnunarsvæðið eða heimildarmann örnefna þess, verður hann að gera sér grein fyrir, hvernig hann ætlar að haga skráningunni. Þvi

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.