Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1945, Side 51

Skinfaxi - 01.04.1945, Side 51
SKINFAXI 51 Héðan og handan. Hólmfríður Björnsdótltir, ekkja Guðniundar Hjaltasonar átti 75 óra afmæli 24. febrúar síðastl. Við það tækifæri heimsótti stjórn U.M.F.Í. hana og færði henni smá penirigagjöf, sem lítinn þakklætis- og vin- áttuvotl fyrir störf Guðmundar heitins Hjaltasonar i þágu ungmennafélaganna og þjóðarinnar ailrar. Guðmundur var einn hinn ástsælasti fyrirlesari og vakningarmaður með þjóð- inni á fyrstu árum ungmennafélaganna og vann þeim og stefnu þeirra ómetanlegt gagn. Mun Guðmundur enn mörg- um i fersku minni. Hann lézt úr spönsku veikinni í janúar 1919, ö5 ára gamall. Bindindismálasýningin. Þann 1. febrúar síðastliðinn var bindindismálasýning opn- uð í Reykjavík, að tilhlutun hinna sömu aðila, sem gefa út blaðið Eininguna, og var Pétur Sigurðsson ritstjóri þess aðal forgöngumaður hennar. Sýningin var opin í tvær vikur og sóttu hana um sex þúsund manns. Þetta er i fyrsta skipti, sem slik sýning er haldin hér á landi, og var ekki unnt að fá nein hjálpartæki frá öðruni löndum, sem neinu nam. Varð því að langmestu leyti að styðjast við heimagerða lduti. Mörg línurit og myndir voru Þeir, sem beztar örnefnalýsingar liafa samið, hafa tölusett örnefnin i lýsingunum í röð cins og þau köma þar fyrir, og raðað þeim síðan i stafrófsröð aftan við skrána og sett tölu hvers örnefnis aftan við jiað í listanum. Þannig fæst yfir- lit yfir örnefni þau, sem i skránni eru, og sá, sem er á hnot- skóg eftir tiltekinni tegund örnefna, sem hann er að rann- saka, þarf ekki annað en renna augunum yfir listann, taka einkennistölu slíkra örnefna og finria hana aftur í skránhi. Hefur hann þá fundið örnefnin án þess að þurfa að leita þeirra i allri skránni. Það kostar töluverða fyrirhöfn að gera þessa lista, ])ví að til þess þarf að skrifa hvert örnefni á sérstalcan miða, raða þeim síðan í stafrófsröð og rita siðan listann eftir miðunum. Þess vegna er varla hægt að krefjast þess af hverj- um safnara, að hann geri skrár sínar úr garði á þennan hátt. En þeir, sem tíma hafa til, ættu þó að leggja þessa fyrirhöfn á sig, því að skrár þeirra verða þeim mun dýrmætari, sem betur er að þeim unnið. 4*

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.