Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1945, Side 53

Skinfaxi - 01.04.1945, Side 53
SIÍINFAXI 53 aðarfélagi íslands óg Bandalagi skáta. Það var ekki fyrr en eftir að þetta tilboð skógræktarstjórans kom, að U.M.F.Í. ákvað að senda ungmennafélögunum áskorun um stuðning við stofnun Landgræðslusjóðsins. Þau tiðindi gerðust á aðalfundi Skógræktarfélags íslands fyrir skömmu, þar sem gerð var skipulagsskrá fyrir Land- græðslusjóðinn, að ákveðið var, að stjórn hans slcipi, Skóg- ræktarfélagsstjórnin, skógræktarstjóri og sandgræðslustjóri. Þar með var lokið allri samvinnu um Landgræðslusjóðinn og gengið á gefin lofo'rð a. m. k. við U.M.F.Í. Á aðalfundin- uin koin fram tillaga um stjórn á breiðari grundvelli, líkt og lýst er hér að framan, en gegn henni börðust forvígis- menn Skógræktarfélagsins, og var hún felld. Var þetta þó tví- mælalaust heppilegasta leiðin, til þess að gera sjóðinn að eign allrar þjóðarinnar og tryggja öran vöxt hans. Enda þótt Landgræðslusjóðurinn sé, vegna þröngsýni fárra inanna, ungmennafélögunum óviðkomandi, er skógræktin þeim það ekki. Þarf að halda henni vel áfram og fjölga trjálund- unurm um landið, eins og Umf. liafa viða unnið að, jafnframt því sem skógarleifar oru verndaðar. Þýðing skólabíla fyrir sveitirnar. Bjarni M. Jónsson, námsstjóri, ritaði ýtarlega grein um skóla- bíla í marzhefti síðasta árgangs Menntamála. Hann bendir þar á, að ef sveilir, sem sæmilegt vegakerfi hafa, útveguðu sér og rækju skólabíla, myndi víða vera hægt að setja á stofn fasta- skóla, þar sem nú eru farskólar, og eins myndi skólakostnaður lækka i þeim skólahverfum, sein heimavistarskólar eru nú, ef börnin væru flutt í skólann að morgni og lieim aftur að kvöldi. Tvö skólahverfi liafa þegar fengið bíla, Vatnsleysu- strandar- og Ölfusskólahverfi, og telur Bjarni, að reynslan mæli mjög með þessu; fyrirkomulagi. Ennfremur segir Bjarni i umræddri grein: „Reglubundnar ferðir innan sveitar kæmu vafalaust fleirum að góðu liði en skólanemendunum einum, sérstaklega ef bílarnir væru svo rúmgóðir, að þeir gætu tekið fleiri farþega en nemendurna. Mundi ]iað koma mörgum vel, að geta brugðið sér bæjarleið með skólabílnum eða jafnvel komizt í búð. Bilar þessir yrðu þá jafnframt strætisvagnar sveitarinnar. Bændur þyrftu þá ekki að sárbiðja mjólkurbílstjórana um að leyfa sér að sitja ofan á brúsunum i trássi við landslög og sóma stéttar sinnar. En auk hinna reglubundnu skólaferða væri að minnsta kosti sums staðar Iiægt að grípa lil þessara bíla skólunum að baga-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.