Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1945, Side 55

Skinfaxi - 01.04.1945, Side 55
SKINFAXI 55 hærra en sá veikbyggðari. Hávaxinn, siierkur, snarpur og létlur stökkvari hefur heztar líkur fyrir þvi að stökkva hátt. Stökkvari, sem reynir að stökkva 3.50 m. grípur uni stöngina með hægri hendi i sömu hæð, og er þá miðað við frá hotni stökkstokks að efri brún ráar. Sé stökkhæðin orðin meiri en 3.70 m., fer flest- um að veita erfið glíman við hækkandi átakspunkt. Margir, sem stökkva hærra en 4 m., iialda allt að 50 cm. neðar en i rá- hæð. Byrjandi, sem reynir við t. d. 2.10 m., æt'ti að lialda um stöngina 30 cm. ofar en i ráhæð. Þannig ætti hann ávallt að venja sig á að halda ofar en í ráhæð allt upp í það, að ráhæðin er 3.30, þá ætti liann að venja' sig á að halda í jafnri liæð og ráin er, þar til ráin er í 3.50 m. hæð. Ur þvi verður hægra handargripið lægra, eins og fyrr getur. Hér hefur verið miðað við meðalmann, því að þetta er mjög háð styrkleika og snerpu. Sá, sem venur sig á að halda hátt, hefur meiri líkindi til þess að ná hærra en sá, sem lágt heldur, 1. d. er C. Warmerdam talinn að hafa náð yfir svo háa rá með því, að hann hafði vanið sig á að halda hátt. Bill Sefton lét líka í ljós það álit sitt eftir liina miklu keppni seinustu Olympiuleika, að á næstu Olympíukeppni ynni sá, sem notaði léngstu stöngina og héldi hæst. Iðkendur ætlu að athuga, er þeir skoða myndir af slangar- stökki, að myndirnar sem eru oftast teknar neðan frá, sýna grip stökkvarans ekki i réttri hæð miðað við rána. Æfðu þig í að halda hátt, en gættu þess að þroska hátt handgrip á stöng- inni í hlutfalli við stlyrkleika þinn, snerpu og mýkt. Það leiðir af því, að er grip hægri handar er hinn fasti punktur — átakspunkturinn, þá mun vinstri höndin ákveða legu stangarinnar meðan hlaupið er til. Framendi stangarinnar getu.r í tilhlaupinu vitað heint fram i lárétta stefnu eða risið meira eða minna (myndir 1 og 2). 1. mynd sýnir stöngina borna hátt. Hún myndar um það bil 45° horn við brautina. Oft er hún eigi borin hærra en það, að framendinn er i augnahæð. 2. mynd sýnir slöngina horna lágt. Oftast er þá stöngin nær lárétt, en þó eru til stökkvarar, sem beina oddinum það niður á við, að hann er lægri en efri endinn. Síðar verður frekara lýst í hverju munurinn liggur í áfram- lialdandi viðbragðaröð stökksins i samæmi við stangarburð- inn, en þess skal þó þegar getið, að þeir, sem halda stönginni hátt, renna slönginni frekar fram í stokkinn; hinir, sem bera hana lægra, stinga oddinum þegar i botn stokksins.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.