Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1945, Síða 66

Skinfaxi - 01.04.1945, Síða 66
SKINFAXI 6(5 við grip handanna, hefja armarnir að ýta likamanum upp, með því að rétt er úr þeim. Armrétturnar eru ekki samtímis. Fyrst ýi:ir vinstri armur, og þá hægri. Að ýtunum loknum sveiflast armarnir upp, og bolurinn fettist til þess að armar og hrjóstkassi sleppi yfir rána. (5. mynd Iv, L, M.) Margir deila um það, hve mikið stökkvarinn eigi að bogna um mjaðmir. Reynslan hefur sýn>i, að þessi beygja er bæði mikil og lítil og er háð persónuleika stökkvarans. Hvor að- ferðin, sem notuð er, miðar að þvi að koma fótunum nógu hátt yfir rána, og í báðmn aðferðunum eru fóthreyfingarnar notaðar til þess að hemja jafnvægið. í örskotsaðferðinni er gleiðara miili fótanna en i hinni, en í báðum eru fætur mjúk- ir og hnén beygð. Ýta beggja arma er öflugri en ýta hvors arms fyrir sig. Tvo kosti hefur þó ýtan með sinn hvorum armi, að vinstri armur og þar með vinstri lilið, sem er lægri, hefur lengri tima iil þess að komast í sömu hæð og sú hægri yfir rána, og svo í öðru lagi hvetur ýta vinstri arms snúning bolsins í fallinu. Um leið og ýtunum lýkur og armarnir sveiflast upp, verða hendurnar að stjaka við stönginni frá ránni, svo að sltöngin lendi ekki á rá og stökkvara í fallinu. IX. Fallið í gryfjuna: Undir eins og stökkvarinn hefur sveifl- að örmunum og fett bolinn upp frá ránni, snýr hann athygli sinni að fallinu niður í gryfjuna. Ef stökkið hefur heppnaz'i og öll viðbrögð tekizt vel, þá fellur stökkvarinn venjulega í miðja gryfju. Ef hann er mjúkur og gefur eftir í hnjám og mjöðmum og hefur náð að snúa sér í atrennu sliefnuna (6. mynd 9), þá er engin hætta á óþyrmilegu falli. Þeir, sem ekki ná fall- snúningnum, eiga alltaf á hættu að skella á hlið eða bak um leið og fætur snerta gryfjuna. Sama og fyrir þann kemur, sem stekk- ur af bíl á ferð og snýr hnakkanum í akstlursstefnu bilsins. Staðsetning uppistaðna: í hástökki er ekki leyfilegt að færa uppistöður, en í stangarstökki er slík færsla leyfileg. Stökkv- arinn má við hverja nýja ráhæð færa uppisltöðurnar á þann slað — miðað við rá og gafl stokksins, — að liann beri að ránni, þegar hann hefur náð mestri hæð. Reglan er sú, að þvi lægra sem ráin hvílir á uppistöðunum, þvi lengra frá stokknum á ráin að vera. Þegar ráin hækkar, færist hún nær gafli stokksins. Þegar reynt er að stökkva yfir háa rá, ber hún oft yfir gaflinn og til eru dæmi, að rána hafi borið inn yfir stokkinn. Stökkvari athugar stagsetningu ,ráar, með því að reisa stöngina upp lóðrétta í trogkrikanum. Rilið milli stangar og ráar gefur svo staðsetninguna til kynna. Sé stokkið yfir

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.