Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1948, Side 15

Skinfaxi - 01.04.1948, Side 15
SKINFAXI 15 Brunnastöðum og voru fundir þess ávailt haldnir þar síðan. Sýndi skólanefnd hreppsins félaginu þann vel- vilja a'ð leigja því slcólahúsið til fundahaldánna. Fyrstu stjórn skipuðu: Ólafur Guðjónsson, þá kennari barna- skólans, Egill Hallgrimsson, Vogum, nú kennari í Reykjavík og Gísli Eiríksson, bóndi, Naustakoti. Ólaf- ur var mætur maður og styrk stoð félagsins meðan það naut krafta hans; hann andaðist voi-ið 1909. Félagið varð brátt fjölmennt og starfsamt, almenn þátttakan í félagsstarfinu og félagslífið fjörugt og skemmtilegt. Þegar ég svo haustið eftir hóf nám í Kennaraskólan- um í Reykjavík, tóku sæti i stjórn félagsins Þórður Klemenzson, síðar hóndi i Minni-Vogum (d. 1933), Ingvar Gunnarsson, Skjaldakoti, nú kennari í Hafnar- firði, eri Gísli sat áfram.Næsta ár átti Sæmundur Klem- enzson, nú bóndi í Minni-Vogum, sæti í stjórninni, en um meðs’tjórnendur hans er mér ekki kunnugt. Næstu árin voru þessir forvígismenn félagsins og stjórnuðu ])ví mcð miklum áhuga og dugnaði: Kristmann Run- ólfsson, fyrr kennari, nú hóndi á Hlöðversnesi, Árni KI. Hallgrímsson, nú lireppstjóri i Vogum og Gísli Gunnarsson, Skjaldakoti, nú stýrimaður i Reykjavík. Félagið átti því láni að fagna, að eiga marga fórn- fúsa félaga, sem báru uppi störf ]iess, þótt nöfn þeirra allra séu ekki talin hér. Verður nú i aðalatriðum gerð grein fyrir verk- efnum þeim, er félagið vann að. Fundahöld og fyrirlestrar. Fundirnir voru aðalþátt- urinn i félagsstarfseminni, en þeir voru haldnir tvisv- ar í mánuði að vetrinum. Fánastöng var komið fyrir á skólahúsinu og hlakti fáninn við hún meðan fundir stóðu. Hófust þeir og enduðu mcð söng. Fundir voru oft fjölmennir og umraéður fjörugar um ýmis mál. Aðallega var rætt um verndun móðurmálsins, sjálf- stæðis- og þjóðernismál, hindindismál og skógrækt.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.