Skinfaxi - 01.04.1948, Qupperneq 17
SKINFAXI
17
góðii' glimumenn, er sýndu glímur opinberlega, bæði
innanhrepps og utan (í Keflavík og viðar um Suður-
nes). Þóttu þær fara mjög vel fram.
Þá minnist ég þcss að félagið eignaðist skíði. Voru
þau keypt i þeim tilgangi að auka áhuga félagsmanna
fyrir skíðaíþróttinni. Síðara hluta vetrar 1914 dvaldi
ég heima. Komu þá skiði félagsins í góðar þarfir og
notaði ég þá hvert tækifæri, sem gafst, til að fara á
skiðum og einnig skautum, ])ví að heima í Vogum
eru góðar skíðabrekkur (Arahólsbrekkur) og skauta-
svell er ágætt á Vogatjörn. Á ég um staði þessa marg-
ar skemmtilegar endurminningar frá bernsku- og
æskuárunum.
Allt var ]ietta i samræmi við hinn ríkjandi álniga
fyrir íþróttum innan ungmennafélaganna, sem ég
hafði baft náin kynni af þegar ég dvaldi i kennara-
skólanum veturna 1908—’10, en þá kynntist ég vel
starfsemi ungmennafélaganna hér i bænum.
Tíu árum siðar vann ég að landmælingum fyrir
Revkjavikurbæ. Varð þá skíðabrautin í Öskjuhlíð-
inni á leið minni. Mældi ég bana og teiknaði inn á
kort bæjarins. Hér voru framkvæmdir frá blómatima
ungmennaféláganna i Reykjavík. Hér höfðu ung-
mennafélagarnir lagt hönd að verki, rutt jarðveginn
og brotið landið. Mátti sjá fagurgræna grasbrekkuna
í urðinni miðri. Varð braut þessi táknræn fyrir ung-
mennafélagana, ]>vi að fyrir sumum þeirra álti sið-
ar að liggja að ryðja nýjar brautir —■ verða braut-
ryðjendur i íslenzku þjöðlífi. Minnist ég með
ánægju fyrstu skíðafara minna, er farnar voru um
braut ])essa, með öðrum nemendum kennaraskólans,
undir forustu og leiðsögn okkar ágæta kennara, dr.
Björns Bjarnasonar frá Viðfirði.
Skógnvkt. Skógrækt var eitt af aðaláhugamálum
ungmennafélaganna. Fékkst félagið við trjárækt og
hafði í því skyni til umráða landspildu (móa) i Strand-
2