Skinfaxi - 01.04.1948, Qupperneq 21
SKINFAXI
21
hold af lioldi þessarar vályndu veraldar, — og liann lítur aft-
ur. Kletturinn lokast. Hugsjónaeldurinn er liorfinn. Gull full-
komleikans er fólgið á ný. — Leitandinn stendur eftir, lnig-
sjúkur og harmi lostinn.
En þótt bergiS ljúkist aldrei upp fyrir honum aftur, hefur
liann saint eygt þá glóð, sem inni logar. Og með gneista af
þessari glóð í sál sinni heldur hann áfram að knýja á klett-
inn. Hann reynir að færa til meiri fullkomnunar, flytur boð-
-skap réttlætis og sannleika. Allt sitt lif helgar hann hugsjón-
inni, sifellt boðar hann meðbræðrum sinum betra lif, fylltur
móði, sém Iiann öðlaðist við innsýn í kletta Sesams.
Svo er þessu farið um skáldin. Þau yrkja af innra guðmóði,
flytja boðskap og benda á leiðir. — En með sjálfum sér vita
þau, að hið orta kvæði er aðeins óskin af liinu upprunalega
Ijóði, sem inni fyrir bjó, en missti lielming máttar og feg-
urðar i fæðingunni.
•
Það orkar trauðlega tvimælis, að Orn Arnarson
varð við útkomu fyrri útgáfu Illgresis vinsælastur af
alþýðu manna fyrir skopkvæði sin og kímniljóð. Þar
var slegið á þá strengi, sem áður voru lítl þekktir af
þjóðinni, — og það svo hárfint og hnittilega, að livergi
geigaði eða missti marks. Bygging kvæðanna er svo
nákvæm, að engann grunar að hverju er stefnt, fyrr
en því lýstur niður í lokaerindi.
Tökum til dæmis kvæðið Skilnaðcirtár. Þar koma
glöggt í ljós lielztu einkenni og aðferð Arnar i þess-
um þætti skáldskapar hans:
Við gcngum síðkvölds saman
i svölum vestanblæ.
Á firðinum lá fleyið,
sem flutti þig yfir sæ.
Þetta fyrsta erindi hregður upp skýrri og mark-
aðri mynd. Maður hýst við yndislegu ástarkvæði.
Ferðbúið lá l'leyið,
og fara kvaðst þú burt,
þangað seni aldrei, aldrei
yrði til þin spurt.