Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1948, Page 22

Skinfaxi - 01.04.1948, Page 22
22 SKINFAXI Hér er kominn klökkvi í róminn, og maður les áí'ram með vaxandi áhuga, undirbúinn ástarharm- leik, ails óvitandi hvernig þetta endar. Ég hlustaði á þig hljóður og hugsaði uni liðið ár, og þerraði liœgri hendi af hvörmum mínuin tár. Enn er ris i frásögninni, og nú verður ekki um villzl: Við erum hér áhorfendur að sárum skilnaði- — En það eru vcrstu villigötur, jrvi að Ekki var það nú ástin eða harmurinn sár, heldur kvefið og kuldinn, sem kallaði fram það tár. Niðurlagið kemur snöggt og óvænt. Og svo tekur maður að ldæja, — en upp úr hlátrinum mætti ef til vill spyrja: Var það ekki ástarharmleikur samt sem áður? Þetta er aðferð Arnar. Hann liyggir kvæðið svor að allt leiðir af öðru, en þó til annars en vænta mátti. Þessi frásagnarháttur er löngum kenndur við Heine, og þess vegna hefur því verið lialdið fram, að hjá Erni gætti áhrifa frá honum. Leikur ekki á tveim lungum, að svo cr i þessum þætti skáldskapar lians. Og víða er í Illgresi skammt milli klökkva og kald- hæðni, meðaumkvunar og meinfyndni, en það jiykir helzt einkenna Heinc. Örn hefur jiví vafalaust af honum lært. En hann er samt sem áður svo islenzkur og sjálfstæður i vali yrkisefna, að til einsdæma telst. Og slíkum snillitökum eru jiau tekin, að meistarinn má þar vel við una. Fyrri hluti Illgresis her ljósan vott um kimnigáfu höfundarins, og þar cru ekki færri en 15 kvæði, sem ort eru ineð þeim einkennum. Kvæðin eru um hin

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.