Skinfaxi - 01.04.1948, Qupperneq 34
34
SKINFAXI
t(f $w/unt c/acfbckarblcíutfi.
VIÐ MOREYVATN.
Upp í fjöllin í Vermont.
Lestin brunar með tilbreytingarlausum liraða og
sefjandi hljóði milli fjallanna. Öðru hverju stanzar
hún og lestarþjónn kallar upp nafnið á stöðinni, en
ég greini það aldrei, því að enn lætur enskan ókunn-
uglega í eyrum. Þvi lengra sem lestin brunar áfram,
því oftar nemur hún staðar, en viðstaðan verður æ
minni. Þetla eru allt smáþorp. Eilt þeirra hlýtur að
vera áfangastaður minn.
Svo þelta er þá Vermont. Ég lít út um gluggann og
horfi á ána, sem rennur i hugðum og lilykkjum fyrir
neðan, lygn og straumþung. Hún er eins og ljós borði
í þessu skógivaxna landi. Veðrið er Ifremur drunga-
legt, þokulietta á fjallatoppum, himinninn skýjaður.
En það er vor í lofti. Allt í einu sé ég hátt, skóglaust
fjall framundan á vinstri hönd. Og þarna í liamra-
hlíðinni er lítill sólskinsblettur. Sólin brýzt einhvers
staðar gegnum ský og sendir geisla sína í þessa hlið.
Það er stöð við rætur fjallsins. Og þegar lestarþjónn-
inn kallar nafnið, get ég greint það, ]jví að ég hef
lieyrt það áður. Þetta er mín slöð. Ég tek saman
pjönkur mínar og fer út.
Hér stend ég á stöðvarpallinum, liorfi í kringum
mig og híð þess, sem verða vill. Ég þarf samt ekki
lengi að biða. Hávaxin, roskin kona, kemur í áttina
til min, lieilsar mér brosandi og réttir mér bréfmiða.
„Eruð þér þessi maður?“ spyr hún.
Ég lít á blaðið og les naifn mitt.
,,.Tá,“ segi ég.
„Ég var ekki viss um, hvernig bera ætti fram nafn-
ið yðar, svo ég kom með það skrifað,“ segir hún