Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1948, Page 35

Skinfaxi - 01.04.1948, Page 35
SKINFAXr 35 hlæjandi og kynnir sig'. „Við getum lagt af stað undir eins, bíllinn er þarna yfir frá.“ Eftir örstutta stund erum við lögð af stað. Hún ekur mjög vel og léttilega og vill lialda uppi sam- ræðum. „Þér komið hér til hrífandi staðar,“ segir hún. „Vermont er dásamlegur staður á sumrin, en vetrar- ríki er hér mikið, geysilegar frosthörkur og fannkyngi. — Þessi fjöll hér um slóðir lieita Grænufjöll, Hvítu- fjöll eru norðar.“ Mér þykir vænt um að fá þessar upplýsingar. För mín liingað upp í fjöllin hafði ráðizt svo skjótt, að ég liafði lítið getað lesið mér til um Vermont. Ég veit þó, að það er citt minnsta fylki Bandaríkjanna, og telst til Nýja-Englands-ríkjanna. — Eg á aftur á móti fullt i fangi með að fylgjast með frásögn frú- arinnar, því að ég lief aðeins dvalizt tvær vikur vestra og er því óvanur málinu. Scu/an um Moreij sldpstjóra. Ég legg við lilustirnar og reyni að fylgja orðum liennar sem bezt. Hún heldur áfraíri: „Þetla vatn, sem við komum nú að, heitir Morey- vatn. Áfangastaður okkar er við norðurenda vatns- ins, og ökum við næstum í kringum það. Vatnið er: nefnt eftir Morey skipstjóra, sem lieima átti hér í þorpinu fyrir um það bil hundrað og firiimtíu árum. Sagan segir, að hann liafi smíðað bát einn mikinn og haft hann liér á vatninu. Skipstjórinn var hugvits- maður og þetta var tilraunaskip. Ilann hafði flutzt Iiingað upp i fjöllin lil þess að vera í friði með upp- finningar sínar.. Hann reyndi að setja gufuvél í bát- inn. Og eftir margar mislieppnaðar tilraunir tókst lionum J>að, ög hann var að bíða eftir viðurkcnningu á verki sínu, er Fulton setti skip sitt, Clermont, á flot á Hudsonfljótinu. Þegar Morey barst fregnin um, hve 3*

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.