Skinfaxi - 01.04.1948, Qupperneq 36
36
SKINFAXI
giftusamlega Fulton liafði tekizt, sá hann, að ævi-
starf lians hafði til einskis orðið. Þá fylltist hann
harmi og beizkju yfir að hafa verið of seinn, sigldi
skipi sínu út á mitt vatnið og sökkti því þar. Skömmu
síðar andaðist hann. Fólkið hér i kring trúir því, að
í raun og veru hafi Morey skipstjóri smiðað hið
fyrsta nothæfa gufuskip, þó að eigi hlyti liann fyrir
það fé og lieiður. — Þannig er þjóðsagan um Morey-
vatn.“
Aloha. — Vertu velkominn.
Við ökum fvrir suðurenda vatnsins. Þar cr mikið
sumargistiliús, margir smábátar vagga við bakkann,
dýfingabretti og stökkpallar gína út yfir vatnið Iiér
og þar. Siðan verður skógurinn þykkri, trén standa
fremst frammi á vatnsbakkauum, há og viðamikil, en
milli þeirra á stöku stað eru lítil hús, flest næstum
falin af skógarþykkninu.
„Allt í kring um vatnið eru sumarhótel, sumarbú-
staðir og sumarver," heldur frúin áfram, og ég legg
við hlustirnar til þess að tfylgja orðum hennar. „Hér
komum við að Alolia sumarverinu. Það er sumar-
dvalarstaður fyrir stúlkur á aldrinum 12—18 ára.
Þetta er eitt elzta sumarverið i Bandaríkjunum, stofn-
sctt árið 1905 af Gulickhjónunum, og voru þau hjón-
in að nokkru leyti brautryðjendur á því sviði að hafa
sumardvalarstað fyrir börn og unglinga frá borgun-
um. Alolia er liawaiiskt orð og þýðir býsna margt,
eftir því í hvaða sambandi það er notað. Það þýðir:
Komdu sæll, vertu velkominn, lifðu heill, góða ferð,
ég elska ]jig, og svo frv. Alolia er kveðja unga fólks-
ins hér við Moreyvatn. (Það er naumast orðið! hugsa
ég með sjálfum mér.) Eðvarð Gulick var prestur á
Hawaii-eyjum áður en þau hjónin settu á stofn sum-
arverin, og þess vegna völdu þau þetta nafn. Frú
Gulick er enn á lífi og veitir nú staðnum forstöðu.“