Skinfaxi - 01.04.1948, Side 45
SKINFAXI
45
sinni, því að hún cr í rauninni mótor úr gömlum
Ford-bíl. — En til Alolia komumst við samt í tæka tíð.
Leiksýningin fer fram undir berum himni. Áhorf-
endur sitja i löngum röðum meðfram aðalbygging-
unni, en sviðið er slétt flöt á vatnsbakkanum. Sterk-
um ljósum er komið fyrir í trjánum í kring, og lýsa
þau upp sviðið. Leikendur eru allir stúlkur, eins og
eðlilegt er í þessu kvennaríki. Leikurinn, sem er gamla
ævintýrið um kóngsdótturina og lirausta riddarann
liennar, nýtur sin vel i meðferð hlómarósanna. Eru
búningar fagrir mjög og litsterkir, svo að þetta lík-
ist öðrum þræði glæsilegri skrautsýningu. — Piltun-
um frá Lanakila, sem hér eru mættir, þeir eldri, finnst
nú heldur lítið til bardagaþáttarins koma, og hefðu
víst heldur þegið að fá að skylmast með trésverðun-
um sjálfir. Annars skemmta áhorfendur sér vel.
Undir miðnætti komum við aftur heim til Aloha
Manor, hjólaskipið hafði reynzt hið hezta.
Vinnufólkið.
Dvalargestirnir koma og fara. Þcir sofa fram á dag,
þcgar úrsvöl morgunþokan grúfir yfi r, damla á vatn-
inu í sólskininu, synda, ganga á fjöll og leika tennis
og golf. Stundum á kvöldin fá þeir sér snúning á
sumarhótelinu fyrir handan. —Og hörnin busla í
vatninu og fara smáferðir inn i skóginn, hoppa um
túnin sólbjarta daga, fáklædd og léttstíg, en þegar
syrtir i lofti, leita þau til leikskálans og dunda sér,
þar til birtir á ný. — Allir reyna að njóta sem bezt
daganna við vatnið, cnda gjalda þeir dvöl sina dýru
verði.
En á hak við leiki barnanna og hvíld og skemmtun
sumargestanna starfar vinnufólkið á staðnum af elju
frá morgni til kvölds. — Starfsliðið er flest ungt fólk,
skólafólk, scm í sumarleyfinu leitar sér atvinnu hér
uppi í fjöllunum. Þetta er allfjölmennur liópur, fóstr-