Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1948, Síða 48

Skinfaxi - 01.04.1948, Síða 48
48 SKINFAXI ínn er hátt á lofti, fullur og kankvís, og helJir livítri birtu yfir vatn og skóg. 1 kvöld vil ég aðeins hvilast, og við Moreyvatn er gott að vera „einn mcð sjálfuin sér.“ — Ég ýti einum Indiánabátnum á flot, setzt í liann og legg frá landi. — Indíánabáturinn er annars -sérstakur þáttur í ævintýri Moreyvatns. Hann er um átján fela langur og örmjór, og svo léttur, að tveir menn geta hæglega borið hann. Grindin er úr grönn- um við og segldúkur strengdur á hana. Róið er einni ár eða árarblaði og sifellt á sama horð. Er árarblað- inu snúið dfurlitið í vatninu um leið og ]iað er tekið tipp úr, svo að báturinn haldi horfinu. Ég damla drjúgan spöl út á vatnið. Síðan sezt ég i botninn, halla mér upp að bretti, sem til þess er gert, og læt reka. Vatnsflöturinn er silfraður af mána- birtunni, nema þar sem slcógares skaga fram í vatnið, 'þar eru dökkir skuggar. Á hakkanum til vinstri er •sumarhótelið Eikilundur. Af svölunum er hægt að stinga sér i vatnið, og enn eru einliverjir að þeim leik. Vatnið er volgt langt fram eftir nóttu eftir sól- -arhitann að deginum, og það þykir mikið sport að synda í tunglsljósinu, og er það kallað að fá sér „tung- skinsbað“. I Eikilundi hefur góður pianóleikari dvalið undarífarin kvöld og se.nt Chopinvalsa út yfir vatnið. Ég vona, að hann lciki líka i kvöld. Lúðurhljómur berst frá Aloha sumarverinu, nokkr- ir tónar úr rólegu lagi við alkunnugt kvöklljóð eftir Longfellow. Klukkan er tíu, allt er þar komið i ró. Sömu tónar berast frá Lanakila, og síðan frá Aloha Manor. Um stund cr allt hljótt, en svo tekur píanó- leikarinn í Eikilundi að leika Chopinvals. Annar Indíánabátur liður fram hjá mér. í honum eru piltur og stúlka. Þau kalla glaðlega Aloha, er þau fara hjá. „Aloha,“ svara ég á móti, því að það er kveðja nnga fólksins við Moreyvatn.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.