Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1948, Side 53

Skinfaxi - 01.04.1948, Side 53
SKINFAXI 53 c) Hendur eru lítt eða ekkert krepptar, til þess að þvinga eða festa vöðva framhandleggsins sem minnst. d) Bolhallinn og armhreyfingarnar eiga að framkvæmast svo, að öndunin verði léttari, en hindrist ekki. e) Viðnám fótarins í stiginu þarf að framkvæmast svo, að það dreifist sem jafnast á vöðva fótarins. Þetta næst bezt með því að táberg og bæll nemi jafnsnemma við jörðu. Sumir þjálfarar, t. d. Finnar, mæla með því, að liællinn nemi fyrst við jörðu, en síðan sé oltið fram um táberg. Þeir, sem þessa aðferð nota, staðhæfa, að með þessu sé spyrnuvöðvunum þyrmt við viðnáminu. f) Nauðsynlegt er, að hlauparinn temji sér mjúkleg, liátt- bundin, hófleg skref. Hlaupskrefin í þolhlaupi eru styttri en hlaupskrefin á styttri vegalengdum, og þvi verður hlauparinn að aðlaga sig líffæralega og sálfræðilega til þess að geta lialdið hinum léttu, mjúku, áunnu hlaup- skrefum í lengri tíma. Sá, sem vill verða þolhlaupari, verður með nákvæmri æl'- ingu og sjálfsathugunum að temja sér vöðvamýkt og líkam- lega aðlögun í samræmi við kröfur íþróttagreinarinnar varð- andi þol, lágmarks aflbeitingu og öflugar spyrnur. II. Hvíldin. Þegar þolhlaupari fer að venjast íþróttagrein- inni, lærir hann að taka sér hvild á hlaupum, hvenær sem liann finnur nauðsyn til ]>ess. Þessar livíldir getur liann veitt' sér, liversu langt sem liðið er á hlaupið. Hvíldirnar framkvæmir liann með þvi að láta arma síga, einbeitir hugsuninni að mýkingu vöðvanna, breytir lengd skrefanna og breytir dýpt öndunarinnar. III. Hlaupalok. Við hlaupalolc þolhlaupsins, sem venjulega fara fram á seinustu 25 eða 20% vegalengdarinnar, er lögð öll sú orka, sem cftir er, í hlaupaskrefin. Rétt er að taka það fram, að eklci er hægt að ætlast til þess, að sá, sem hefur lilaupið langan veg, geti, þegar 20— 25% af vegalengd hlaupsins eru eflir, tekið á eins og sprelt- lilaupari. Slíkt myndi orsaka bindingu vöðva, svo að lilaup- arinn myndi „fjötrast" af þreylu áður en marlci er náð. Miðlungs þolhlaupari, sem er að ljúka 3000 metra hlaupi, mun vart geta leyft sér að lilaupa á tánum í hlaupalok lengra en 150 metra.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.