Skinfaxi - 01.04.1948, Page 62
62
SKINFAXI
Formaður dönsku ungmennafélaganna Jens Marinus Jensen
i Árósum hefur í vetur haft all náin bréfaskipti við U.M.F.Í
varðandi mót þetta og liaft mikinn áhuga fyrir þvi, að full-
trúar frá Ungmennafélagi íslands gætu tekið þátt i því.
íslenzkir ungmennafélagar hafa að undanförnu einungis átt
Krogerup-skólinn.
samstarf með norsku ungmennafélögunum. Er )>vi áreiðan-
lega mikill fengur að því að kynnast starfsemi æskulýðsfélag-
anna í hinum Norðurlöndunum. Ættu lesendur Skinfaxa að
verða þess varir í næsta hefti.
Snorrahátíð í Noregi,
er ákveðin 25. júni i sumar. Verður þá afhjúpað i Bergen
minnismerki um Snorra Sturluson. Þessum aðilum á íslandi
hefur verið boðið að senda fulltrúa til liátiðarinnar: rikis-
stjórninni, Alþingi, Ungmennafélagi íslands, Reykjavikurbæ
og Snorranefndinni islenzku. Fulltrúi U.M.F.Í. verður sr. Ei-
rikur J. Eiríksson. Er þetta enn einn vinsemdarvottur Norð-
manna í garð islenzkra ungmennafélaga
Minningarsjóður Aðalsteins Sigmundssonar,
er sameiginlegur menningarsjóður ungmennafétaganna.
Minnist hans með gjöfum og áheitum.