Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1949, Page 1

Skinfaxi - 01.11.1949, Page 1
Skinfaxi II. 1949. JJJai Sv i/eináóon : ÁVARP TIL ÆSKIJMAB flutt á landsmóti Ungmennafélags íslands 1949 í Hveragerði. Til þin, ó æska, horfa hugir nú í heimi, sem á mergð af gömlum syndum, því vorið, sem var heitast þráð, ert þú, og þú ert morgunninn á landsins tindum. í þínum söng fær ættland okkar mál, og öll þess blóm á vorsins degi löngum, í augum þinum fær þess sólskin sál, þess sumardagar ljóma af þínum vöngum. Og þú ert sjálf hið sanna ævintýr, sem sumrin yrkja um daga og bjartar nætur. í þínum barmi blundar heimur nýr, þar brumar lim vors stofns með fornar rætur. Þar tekur nýi tíminn ríki og völd í trú á lífsins rétt án stríðs og ótta. Þar gnæfir kirkja Guðs á nýrri öld. Þar glampa vitar ókominna nótta. Hin unga mær er íslands hvíta rós og óskabarn um sumarlanga daga, þess stjörnubjarta nótt, þess norðurljós í návist hennar verða líf og saga. Hún á í framtið göfugt mark og mið sem móðir hraustra og góðra dætra og sona. 5

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.