Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1949, Side 2

Skinfaxi - 01.11.1949, Side 2
SKLNFAXI 66 i Það megnar heimsins láni að veita lið að lengst í norðri vakir íslenzk kona. Hinn ungi sveinn er sverð vors lands í þraut, þess sigurbjarmi í dal, á strönd og höfum. Hann á að leggja lengri og hærri braut til ljóssins fram hjá kynslóðanna gröfum. Svo skulu um aldir finnast fræknir menn, sem frama lands síns hefja í dagsins önnum, þótt íssins fornu fjötrar læsist enn og fjöllin spýti eldi og gnísti tönnum. í boðhlaupssveit er sigurvonin mest, ef sérhver bregður við sem leiftur þjóti og leggur fram það allt, sem á hann bezt, svo afrekslið hans fremstan vinning hljóti. Svo byggir sérhver öld sitt hæsta hrós, að hver sig allan þori fram að bjóða. Að mannast bezt og bera hæst sitt ljós er boðhlaup íslands meðal heimsins þjóða. Sú æska er heil, sem horfir djörf og traust til hærra marks en kynslóð fyrri tíða og elskar sína ættjörð fölskvalaust og örugg þráir fyrir hana að stríða. Hún er sér aldrei sjálfri sundurþykk, né sefjun múgsins trufla hug sinn lætur. Hún blandar aldrei dagsins tæra drykk með dökkum sora myrkrar óhófsnætur. Þitt land, ó æska, er afreksskjöldur þinn, þar eiga að letrast dáðir þinna handa, svo stígi Frón sem ungt í annað sinn til æðra sætis meðal heimsins landa,

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.