Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1949, Side 3

Skinfaxi - 01.11.1949, Side 3
SKINFAXI 67 í skauti sér með flest, sejn fegurst grær, með frægð, er skín sem stjarna úr myrkum geimi, með manndómsgullsins námur nær og fjær og nýlendur í andans mikla heimi. En mundu þá, sem fóru forna slóð og fengu þér sinn bezta draum að arfi, sem greyptu fegurð landsins í sín ljóð og létu hana blandast sínu starfi, unz þeirra rómur reis til sigurhljóms, þeir reiddu sverð á þjóðarinnar fjötra, því andi vorsins hófst til herradóms, þótt hirð hans væri stundum klædd í tötra. Þitt takmark er það líf, sem ljómar af og langar stundir elda vorsins kyndir, því mannsins sumarþrá er heimsvítt haf, til hennar falla sálar þinnar lindir. Svo hef þú frjáls hin fögru augu þín, — því fegri æsku á hvergi nokkur lýður. Sjá, stjarna þinnar ástar uppi skín. Þitt óskaland í draumi þínum bíður.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.