Skinfaxi - 01.11.1949, Page 7
SKINFAXI
71
örðs orðið félagsmálaskóli þjóðarinnar. Þar lærðu
fjölmargir að starfa í félagi og fengu þann áhuga fyrir
félagslegu starfi, sem gerðu þá hvern af öðrum að
hrautryðjendum í margvíslegum félagsmálum í land-
inu.
Brautryðjendakynslóð ungmennafélaganna hefur
nú sýnt, hvernig hún vann fyrir land sitt og þjóð, og
það er ekkert smáræði, sem þessi kynslóð hefir leyst
af liendi. Þjóðin stendur i mikilli þakkarskuld við
ungmennafélögin, sem áttu sinn þátt í að móta og
þjálfa þetta 'fólk og félagsstörf þess.
Líklegt er, að glæsilegust hafi ungmennafélagshreyf-
ingin verið fyrsta áratuginn eða svo, þótt alla tíð
hafi hún verið æslui landsins góður skóli.
Fór tvennt saman, að um það leyti, sem frumherjar
ungmennafélaganna voru að komast á manndómsár
og lífið sjálft hlóð á þá störfum, skall á heimsstyrjöld,
sem slæfði nokkuð í bili eldlegan áhuga, sem einkenndi
þessa félagsmálahreyfingu. Síðan fylgdi fjárhagsltreppa
og loks önnur heimsstyrjöld.
Þrátt fyrir þettá eru ungmennafélögin í dag ef til
vill enn öfugri og betur skipulögð til starfs en nokk-
urru sinni fyrr.
Og einmitt nú er íslenzka þjóðin ekki ósvipað á
vegi stödd, eins og þegar ungmennafélögin komu til
sögunnar, að þvi leyti, að enn er þjóðin á vega-
mótum.
Þá átti þjóðin, og var sér þess meðvitandi, skammt
að marki í frelsisbaráttunni. Hún vissi um smæð sina,
reynzluskort og fátækt.
Síðan hefir margt skeð. Frelsið fengum við 1918.
Lýðveldið stofnuðum við 1944.
A því augnabliki þóttumst við hafa fullar hendur
fjár.
I dag erum við í miklum vanda stödd, þótt við bú-