Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1949, Page 12

Skinfaxi - 01.11.1949, Page 12
76 SKINFAXI eru landsmótin, og hafa miklu hlutverki að gegna. Enn skal nefna í því sambandi hugsjón einhvers ein- lægasta og bezta foringja ungmennafélagsskaparins í landinu, Aðalsteins Sigmundssonar, hugsjónina miklu og fögru: Byggingu æskulýðshallar. Ekki til að keppa við einstök félagsheimili, reist með styrk úr félags- heimilasjóði, heldur til að vera sameiginleg miðstöð hreyfingarinnar, líkt og Sigtúnastofnunin í Svíþjóð er fyrir sitt leyti ungkirkjuhreyfingarinnar þar í landi — andleg aflstöð þess, sem nytsamlegt er, satt og gott. Til að stjórna til heilla krafti jarðar þarf einnig kraft að ofan — kraft himins. Vanti hann, er voðinn vis. Svo hefur mannkyninu reynzt á þessari tækniöld. Heimsstyrjöldin síðasta sýndi það glöggt. Eða þarf skýrari sönnun en atómsprengjuna í Hiroshima. Án kraftar himinsins getur kraftur jarðar valdið eyðingu og óskapnaði, veröldin gengur úr liði, eins og Shake- speare lætur Hamlet segja. En þegar krafturinn af himni sameinast blessandi krafti jarðar, þá fer eins og stendur í einum Davíðs sáhna: Elska og trúfesti mætast, réttlæti og friður kyssast. Trúfesti sprettur upp af jörðinni, og rétllæti lítur niður af himni. Þá gefur Drottinn gæði, og land vort virðir afurðir sínar. Ungmennafélagsskapur frænda okkar Norðmanna og okkar sjálfra Islendinga reis vígður kraftinum að ofan, eldmóði heilagra hugsjóna. Þess vegna hafa störf- in orðið mikil og giftudrjúg. Við reiknum afl foss- anna og hveraorkunnar og aðra orku efnisins í milljón- um hestafla, en hvað er allur sá kraftur samt hjá ómæl- andi krafti himinsins? Sá kraftur gaf sálmaskáldinu góða í Saurbæ það, að geta kveikt ljós í hverju býli Islands og á hverju fari, frá yztu miðiun

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.