Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1949, Page 15

Skinfaxi - 01.11.1949, Page 15
SKINFAXI 79 anísl ^JlcfúilínLiiion : Landsmótið í Hveragerði. Undirbúningur. Sjöunda landsmót Ungmennafélags Islands vai haldið í Hveragerði dagana 2. og 3. júlí 1949. Fyrsto landsmót U.M.F.I. var haldið á Akureyri 1909, tvö næstu í Reykjavík, 1911 og 1914, það fjórða í Hauka- dal 1940, fimmta á Hvanneyri 1943 og sjötta að Laug- um í Reykjadal 1946. Landsmót þetta átti upphaflega að fara frgm að Eiðum. Vegna óvenjulegrar ótiðar siðastliðið vor reyndist ekki ldeift að ljúka þar ýmsum undirbúnings- framkvæmdum. Nokkur hætta var og á því, að hinn nýi og glæsilegi íþróttavöllur, sem þar er nýlega gerð- ur, yrði erfiður til notkunar, þar sem allt greri svo seint. Var þá horfið að þvi ráði að finna heppilegan stað á Suðurlandi, því eftir þrjú ár hefði röðin komið að þvi, og aðstæður þar skárstar, eins og ástatt var í vor. Hinsvegar var mjög örðugt að fresta mótinu, því mikla vinnu var búið að leggja i undirbúning þess víðsvegar um landið, og þessir dagar löngu ákveðnir. Eftir nokkra athugun varð Hveragerði fyrir valinu. þegai' kvisturinn, sem þú heldur á í hendinni til gróð- ursetningar, nýtur himinlofts hreinleikans og sólaryls kærleikans, þegar við samstillum tökhi til að helga auðlegð lands oklcar himninum —- þá gerist undrið mikla. Þá verður Island Guðs riki. Þá verður að veruleika það, sem við biðjum í þjóð- söng okkar: Þroskinn á Guðs ríkis braut. Guð blessi ungmennafélög Islands og æskulýð.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.