Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1949, Page 19

Skinfaxi - 01.11.1949, Page 19
SKINFAXI 83 vatnsleiðslur fyrir mótið. Rúmlega 100 tjöld voru þai reist. Margir íslenzkir fánar prýddu mótstaðinn hér og þar. Allir Norðurlandafánarnir voru settir upp á tún- inu ofan við Laugaskarðið. Sáust þeir víða að og settu sérstakan svip á hátíðasvæðið. Yfir sundlaugahúsið var strengdur borði með áletruninni: 7. landsmót U.M.F.I. 1949. Iþróttagreinar landsmótsins voru endanlega ákveðn- ar á sambandsráðsfundi U.M.F.I. haustið 1948 og birtar í Skinfaxa. Voru litlar breytingar gerðar á íþrótta- greinum frá Laugamótinu 1946. Þátttaka. Þrátt fyrir breytinguna á mótstaðnum og ýmsa alveg óvenjulega erfiðleika í vor, varð þátttaka í íþróttunum sú mesta, sem hún hefur nokkru sinni verið. 12 héraðs- sambönd og 2 einstök félög, eða 14 aðilar, tilkynntu þátttöku sina í mótinu, alls um 250 íþróttamenn, í frjálsum íþróttum, sundi, glímu, handknattleik kvenna og íþróttasýningum. Til samanburðar má geta þess, að á Laugamótið 1946 sendu 9 aðilar 200 íþróttamenn. Þetta er mjög ánægjulegt, því það er fyrst og fremst hin almenna sókn, sem Ungmennafélag Islands hefur lagt áherzlu á í midirbúningi að mótunum og að mótin megi verða íþrótta- og kynningarhátíð æskunnar í landinu frá hinum fjarlægustu stöðum. Talunarkið er vitanlega, að hvert einasta héraðs- samband eigi þátttakendur á landsmótinu. Þá vantaði nú frá 6 samböndum, sem vonandi geta frekar tekið þátt í næsta landsmóti. Iþróttafólkið var yfirleitt komið í Hveragerði á föstudagskvöld. Þá var skipað 1 riðla og íþróttagrein- um raðað niður á mótsdagana og tilkynning gefin um það. 6*

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.