Skinfaxi - 01.11.1949, Qupperneq 31
SKINFAXI
95
sambandi Austurlands, 1943 af Héraðssambandi Þing-
eyinga og nú af Skarphéðni.
Lengi mátti ekki á milli sjá, hvort Skarphéðinn eða
Þingeyingar yrðu hærri, en þeir komu næstir með 45
stig. Það var ekki fyrr en sundi kvenna var lokið, að
dómurinn féll. Skarphéðinn hlaut þar 22 stig, en Þing-
eyingar 2. Lið þeirra Þingeyinga var mjög myndarlegt
og fjölhæft, en vitanlega örðugt að sækja svo fjölmennt
héraðssamband sem Skarphéðinn heim. Það var mjög
áberandi, hvað sveitir þessara tveggja sambanda báru
af öðrum, hvað fjölhæfni snerti.
Þótt tvö sambönd hlytu þarna engin stig, er þátt-
taka þeirra samt mikils virði, til þess að sýna það
félagslega starf, sem á að einkenna mótin.
Sé árangur þessa móts borinn saman við Lauga-
mótið 1946, kemur í Ijós, að hann er heldur lélegri,
nema í hástökki, spjótkasti, kúluvarpi og 50 m. sundi
kvenna. Vont veður fyrri mótsdaginn og slæm að-
staða veldur þar um, en áreiðanlega engin afturför
íþróttamanna. Tvær íþróttagreinar urðu alveg að falla
niður, 400 m hlaup og 4x100 m. boðhlaup.
öllum þátttakendum í íþróttum mótsins verða síðar
send sérstök heiðursskjöl til minningar um komu sina
á landsmótið. Þau eiga að undirstrika þá skoðun, að
mótið á ekki fyrst og fremst að sýna úrvalsmenn, held-
ur sem almennasta þátttöku héraðssambandanna. Það
tel ég, að bafi tekizt nú með prýði.
Þegar hver hafði fengið sín verðlaun, ávarpaði Þoi’-
steinn Einarsson, stjórnandi mótsins, íþi'óttafólkið og
mótsgesti. Þakkaði ánægjulega samvei'u og lét þess
getið, að íþróttamennirnir hefðu boðið erfiðleikunum
bii-ginn með einurð og festu, tekið vel þeirri aðstöðu,
sem um var að ræða og komið á allan hátt drengilega
fram. Þjálfun þess hefði verið ágæt og eggjaði það til
áfi’amhaldandi starfa fyrir íþróttirnar.
Sambandsstjórinn, sr. Eiríkur J. Eiríksson, sleit síð-